Erlent

Eldur í kjarnorkuveri

Eldur kviknaði í kjarnorkuveri í Vestur-Japan í morgun. Stjórnendur versins segja þó enga hættu á því að geislavirk efni leki út. Tveir starfsmenn voru fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar.

Erlent

Kínverjar hjálpa við þróun bóluefnis

Kínverjar hafa ákveðið að afhenda Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sýni úr dýrum sem sýkt eru af fuglaflensu. Stjórnvöld í Peking hafa verið sökuð um að liggja á sýnum líkt og ormar á gulli til að tryggja forskot kínverskra vísindamanna í þróun á bóluefni.

Erlent

Misheppnað bankarán í Þýskalandi

Bankarán fór út um þúfur í Þýskalandi með eftirminnilegum hætti í morgun. Lögregla beið ræningjanna eftir að hafa fengið nafnlausa ábendingu og þeir hrökkluðust því á flótta án þess að festa hönd á nokkrum ránsfeng.

Erlent

ETA leggur niður vopn

Frelsissamtök Baska, ETA, hafa lýst því yfir að þau munu leggja niður vopn sín fyrir fullt og allt, frá og með föstudeginum. Þetta kom fram í basknesku dagblaði í morgun en ekki er búið að staðfesta áreiðanleika yfirlýsingarinnar.

Erlent

Afsagnar krafist

Enn er þrýst á um afsögn Thaksins Shinawatras, forsætisráðherra Tælands. Mörg þúsund mótmælendum tókst að stöðva umferð í viðskiptahverfi Bangkok í gær og sátu um sendiráð Singapor.

Erlent

Forsætisráðherra Frakklands sagður taka áhættu

Til átaka kom milli mótmælenda og óeirðalögreglu við Sorbonne-háskóla í París í gær. Tekist er á um nýja vinnulöggjöf þar í landi og telja stjórnmálaskýrendur að forsætisráðherra landsins leggi stjórnmálaferil sinn að veði með því að draga ekki í land í málinu.

Erlent

Leiðsla verður lögð

Rússar hafa heitið Kínverjum því að leggja rúmlega 4.000 km langa leiðslu svo hægt verði að flytja jarðgas til svæða á Kyrrahafs-ströndinni. Þetta kom fram eftir fund Hu Jintao, forset Kína, og Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta, í Peking snemma í morgun.

Erlent

H5N1-veirustofninn skiptir sér

Fuglaflensuveirustofninn H5N1, sem hefur nú orðið yfir hundrað manns að aldurtila, er farinn að skipta sér og verða fjölbreyttari að uppbyggingu erfðaefnis. Þetta kemur fram í rannsóknum bandarískra sérfræðinga.

Erlent

Bandóðir Búddamunkar

Lögreglan á Sri Lanka þurfti að loka götum til að hemja meira en hundrað æsta Búddamunka í mótmælagöngu að sendiráði Norðmanna í Colombo á Sri Lanka. Munkarnir kröfðust þess að Norðmenn drægju sig tafarlaust út úr friðarviðræðum í landinu.

Erlent

Um 200 manns handteknir í Hvíta-Rússlandi

Lögregla í Hvíta-Rússlandi hefur handsamað yfir tvö hundruð manns síðan á sunnudag en fólkið tók þátt í að mótmæla forsetakosningunum sem fram fóru á sunnudag. Talið er að um 300 manns séu enn á Októbertorgi í miðborg Minsk, höfuðborgar landsins, þar sem fólkið mótmælir framkvæmd forsetakosninganna og úrslitum þeirra. Töluvert hefur þó fækkað í hópnum vegna mikilla kulda og snjókomu.

Erlent

Stjórnarliðar gengu út af fundi franska þingsins

Mikil dramatík ríkti á vikulegum fundi franska þingsins í dag en stjórnarliðar gengu út af honum þegar nýja vinnulöggjöfin var rædd. Reiði braust út þegar þingmaður sósíalistaflokksins sakaði forsætisráðherrann um sjálfselsku í þessu máli. Evrópsk málefni áttu upphaflega að vera umræða þingfundarins. Þingmenn stjórnarandstöðunnar vildu hins vegar halda áfram umræðunni um nýju vinnulöggjöfina.

Erlent

Neitar að tjá sig um brottför hers í Írak

George Bush, Bandaríkjaforseti, vill ekkert segja til um hvenær herafli Bandaríkjanna verði farinn frá Írak. Bush var spurður um málið á blaðamannafundi í dag. Bush sagði það verða ákveðið af framtíðarforsetum og framtíðarstjórnum Íraks en Bush lætur af embætti árið 2009. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur sagt góð tíu ár taka að koma á friði í Írak og þangað til verði Bandaríkjaher í landinu.

Erlent

Kynskiptiaðgerð ekki viðurkennd

Hæstiréttur í Kúvæt hefur staðfest dóm undirréttar þar í landi sem viðurkennir ekki breytt kyn manns sem gekkst undir kynskiptiaðgerð fyrir tæpum sex árum. Maðurinn lét þá breyta sér í konu.

Erlent

10 handteknir eftir bílaeltingaleik

Ísraelska lögreglan hefur handtekið tíu menn sem grunur lék á að væru að skipuleggja sjálfsvígsárás. 5 kíló af sprengiefni fundust í bíl þeirra og belti sem notuð eru við sjálfsvígssprengjuárásir.

Erlent

Fuglar bólusettir í Rússlandi

Yfirvöld í Rússlandi hafa byrjað að bólusetja fjölda fugla við fuglaflensu. Vonast er til að aðgerðirnar komi í veg fyrir að flensan breist frekar út í Rússlandi. Sjúkdómurinn hefur nú greinst í átta héruðum Rússlands.

Erlent

Enn þungt haldinn

Maður sem slasaðist alvarlega í mótmælaaðgerðum vegna nýrrar vinnulöggjafar í Frakklandi um helgina liggur en meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í París. Hann er sagður þungt haldinn.

Erlent

Fjölmargir mótmæla í Minsk

Fjölmargir mótmælendur hafa ákveðið að tjalda í nokkrar nætur í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, svo halda megi út sólarhringsmótmælum gegn niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi á sunnudag. Eitthvað virðist þó vera að draga úr eldmóð andstæðinga forsetans. Þrír háttsettir stjórnarandstæðingar voru handteknir í gærkvöldi.

Erlent

Grunaðir um stríðsglæpi

Tólf bandarískir landgönguliðar í Írak sæta nú rannsókn en þeir eru grunaðir um stríðsglæpi. Þeir eru sakaðir um að hafa myrt fimmtán óbreytta borgara, þar á meðal þriggja ára stúlku, í bænum Haditha í Vestur-Írak í nóvember í fyrra.

Erlent

Tekinn af lífi fyrir að hafna islam

Afganskur karlmaður verður líklega tekinn af lífi fyrir að hafa hafnað islam og snúið til kristninnar. Maðurinn var handtekinn í Afganistan í síðasta mánuði eftir að fjölskylda hans sagði til hans.

Erlent

Enn mótmælt í Minsk

Mörg hundruð mótmælendur komu saman í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í nótt til að mótmæla niðurstöðu forsetakosninga þar í landi á sunnudag. Alexander Lúkasjenko var þá endurkjörinn forseti með rúmum 80% atkvæða.

Erlent

Fellibylur kostaði engin mannslíf

Svo virðist sem enginn hafi látið lífið þegar fellibylurinn Larry fór yfir strandsvæði í norðaustur Ástralíu í fyrrinótt. Miklar skemmdir urðu í veðurofsanum en aðeins um þrjátíu manns slösuðust.

Erlent

Landgönguliðar sakaðir um morð

Tólf bandarískir landgönguliðar í Írak sæta nú rannsókn en þeir eru grunaðir um að hafa framið stríðsglæpi. Þeir eru sakaðir um að hafa myrt fimmtán óbreytta borgara, þar á meðal þriggja ára stúlku, í bænum Haditha í Vestur-Írak í nóvember í fyrra.

Erlent

Tuttugu skæruliðar drepnir í Nepal

Nepalskir hermenn drápu að minnsta kosti tuttugu skæruliða maóista í Nepal í morgun. Yfirmaður hersins segir mennina hafa fallið í aðgerðum hersins í vesturhluta landsins, um 80 kílómetra vestur af höfuðborginni, Katmandu.

Erlent

Föst í brunni daglangt

Kona þurfti að dúsa daglangt í tæplega tuttugu metra djúpum brunni í bænum Xintai í Kína í gær eftir að hún féll ofan í hann. Á meðan björgunaraðgerðum stóð var súrefni dælt niður til konunnar.

Erlent

Lofar vist í himnaríki ef fólk les Rukhnama þrisvar

Forseti Túrkmenistans, hefur lofað unga fólkinu í landinu að það komist til himna, lesi það bók hans „Rukhnama“ þrisvar sinnum. Þetta sagði forsetinn sem gengur undir nafninu Túrkmenbashi, eða faðir allra Túrkmena, á tónleikum sem haldnir voru í tilefni af árlegri vorhátíð þjóðarinnar

Erlent

Dauðadómur vegna kristni

Afganskur maður gæti átt yfir höfði sér dauðadóm í heimalandi sínu verði hann fundinn sekur um að hafa hafnað múhameðstrú með því að snúast til kristni. Siðaskipti sem slík teljast glæpur samkvæmt sharia-lögum.

Erlent