Erlent

Lofar vist í himnaríki ef fólk les Rukhnama þrisvar

Forseti Túrkmenistans, hefur lofað unga fólkinu í landinu að það komist til himna, lesi það bók hans „Rukhnama" þrisvar sinnum. Þetta sagði forsetinn sem gengur undir nafninu Túrkmenbashi, eða faðir allra Túrkmena, á tónleikum sem haldnir voru í tilefni af árlegri vorhátíð þjóðarinnar. Í bókinni, sem ríkisstjórn landsins hefur þegar lýst heilaga ritningu, eru landsmönnum lagðar siðgæðisreglur og er bókin skyldulesning í grunnskólum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×