Erlent

Um 20% Repúblikana myndu kjósa Obama

Ný skoðannakönnun leiðir í ljós að um 20% Repúblikana í Bandaríkjunum myndu kjósa Barack Obama sem forseta ef kosið yrði núna. Því stefni í að kosningarnar í haust verði endurtekning á kosningunum 2008 þegar Obama náði kjöri.

Erlent

Mikill þrýstingur á ráðamenn í Grikklandi

Enn hefur ekkert samkomulag náðst milli stjórnarflokkanna í Grikklandi um nauðsynlegar hagræðingar og sparnaðaraðgerðir svo landið fái nýtt neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu.

Erlent

Sakaður um að nauðga stúlku

Sautján ára gömul stúlka hefur kært Helge Solum Larsen, varaformann stjórnmálaflokksins Venstre og bæjarstjórnarmann í Stavangri, fyrir nauðgun. Brotið mun hafa átt sér stað á ársfundi Rogalands-deildar Venstre um síðustu helgi.

Erlent

Elstu tvíburar í heimi

Tvíburasysturnar Edith Ritchie og Evelyn Middleton eru elstu tvíburar í heimi samkvæmt heimsmetabok Guinness. Þær eru 102 ára gamlar.

Erlent

Þrír skotnir til bana á Grænlandi - tveir alvarlega sárir

Þrír eru látnir og tveir alvarlega sárir eftir að maður gekk berserksgang á Grænlandi í dag. Maðurinn skaut fólkið en ástæða árásarinnar er enn óljós að því er fréttastofa AP hefur eftir lögreglunni. Árásarmaðurinn er í haldi en ódæðið var framið í bænum Nutaarmiut sem er 900 kílómetrum norðan við heimskautsbaug.

Erlent

Sýking algengari hjá körlum en konum

Sýking í munni sem orsakað getur krabbamein í hálsi, á kynfærum, í ristli og í höfði er töluvert algengari í körlum en konum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var á vegum Læknafélagsins í Bandaríkjunum.

Erlent

Ekkert bólar á samkomulagi í Grikklandi

Enn bólar ekkert á samkomulagi meðal stjórnarflokkanna þriggja í Grikklandi um nauðsynlegar niðurskurðar- og hagræðingaraðgerðir svo landið fái nýtt neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu.

Erlent

Denzel Washington leikur í nýjustu mynd Baltasars

Baltasar Kormákur og Mark Wahlberg eiga nú í samningaviðræðum við Hollywood stjörnuna Denzel Washington um að Washington taki að sér annað aðalhlutverkið í myndinni 2 Guns sem þeir Baltasar og Wahlberg hafa ákveðið að gera saman.

Erlent

Viðræðurnar dragast enn

Grísku stjórninni tókst ekki í gær, frekar en síðustu daga, að leggja lokahönd á nýja aðhaldsáætlun til að tryggja fjárhagsaðstoð frá ESB og AGS. Almenningur í Grikklandi efndi til mótmæla um land allt í gær.

Erlent

Háhyrningar höfða mál gegn sædýrasafni

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hafnaði því á mánudag að vísa frá máli sem gæti skorið úr um hvort dýr njóti sömu verndar gegn þrælahaldi og menn. Dýraverndarsamtökin PETA hafa höfðað málið fyrir hönd fimm háhyrninga.

Erlent

Liverpool-kötturinn slær í gegn á internetinu

Kötturinn sem náði að læðast inn á Anfield, heimavöll knattspyrnuliðsins Liverpool, í gærkvöldi hefur slegið í gegn á internetinu. Stöðva þurfti leikinn í þrjár mínútur á meðan kisi kannaði völlinn en það voru svo vallarstarfsmenn sem tóku hann í fangið og komu honum á betri stað.

Erlent

Bjór með pizza-bragði

Síðar á þessu ári kemur bjór með pizza-bragði á markað í Bretlandi. Það er bruggfyrirtæki í Bandaríkjunum sem bruggar bjórinn en hann hefur verið á markaði í Bandaríkjunum í fimm ár með góðum árangri. Í bjórnum eru tómatar og hvítlaukur ásamt kryddunum basil og oreganó.

Erlent

Frost í Feneyjum

Kuldakastið í Evrópu virðist síst vera á undanhaldi og í dag hefur frostið þýtt margskonar tafir á samgöngum. Vegir hafa lokast og flugumferð stöðvast vegna kuldans. Þá voru skólar lokaðir í Róm í dag og um stærstan hluta Ítalíu hefur verið snjókoma. Meðal annars eru hin heimsfrægu síki í Feneyjum nú í klakaböndum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Talið er að tíu manns hafi látist af völdum veðursins á Ítalíu og meðal annars létust tveir þegar snjór féll af þaki of kaffærði þá.

Erlent

Utanríkisráðherra Rússa fagnað sem hetju í Rússlandi

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands var fagnað sem þjóðhetju af stuðningsmönnum Assads Sýrlandsforseta þegar Lavrov kom til landsins í dag. Þúsundir veifuðu sýrlenskum og rússneskum fánum á götum höfuðborgarinnar Damaskus en Lavrov kom til borgarinnar til viðræðna við Assad forseta.

Erlent

Ríkisstjórnin hrökklast frá

Ríkisstjórn Rúmeníu hefur sagt af sér vegna mikillar ólgu og mótmæla undanfarnar vikur. Aðhaldsaðgerðir að kröfu AGS og EBS eru óvinsælar.

Erlent

Sprengjum rigndi á Homs

Stjórnarherinn í Sýrlandi gerði öflugar sprengjuárásir á borgina Homs í Sýrlandi í gær, þar sem harðir bardagar við uppreisnarmenn hafa staðið yfir undanfarna daga. Þetta eru hörðustu árásir stríðsins til þessa.

Erlent