Erlent

Green Lantern er samkynhneigður

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Green Lantern/Alan Scott ásamt unnusta sínum.
Green Lantern/Alan Scott ásamt unnusta sínum. mynd/AP
Nýjasta tölublað „Earth 2.“mynd/AP
Green Lantern, ein ástsælasta ofurhetja DC Comics söguheimsins, er samkynhneigður. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu „Earth 2" myndasögublaðsins sem kemur út í næstu viku.

Aðdáendur og hreinstefnumenn geta þó haldið ró sinni því kyndilberi grænu luktarinnar er ekki hinn hefðbundni Hal Jordan, heldur Alan nokkur Scott.

Scott er hluti af hliðstæðum alheimi sem kallaður er „Earth 2." Í þessum heimi er Green Lantern ekki meðlimur Justice League, heldur Justice Society.

Úr nýjasta tölublaði „Earth 2.“mynd/AP
Höfundur myndasögunnar, James Robinson, sagði AP fréttaveitunni að hann hefði verið innblásinn af syni sínum sem nýlega kom út úr skápnum.

Robinson leggur mikla áherslu á að gera kynhneigð ofurhetjunnar ekki að yrkisefni. „Hann kemur ekki út úr skápnum," sagði Robinson. „Hann er einfaldlega samkynhneigður. Scott er svo ótrúlega óttalaus og heiðarleg manneskja að hann getur horfst í augu við þetta og segir: „ég er hommi.""

Þessi nýi og endurbætti Green Lantern bætist nú í hóp fjölmargra ofurhetja í söguheimi DC Comics sem komið hafa út úr skápnum. Þar á meðal eru Northstar, sem mun ganga að eiga unnusta sinn á næstunni, og Kate Kane, núverandi Kattarkona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×