Erlent

Borgarísjaki sporðreisist í ótrúlegu myndbandi

Ferðamaður náði nýlega ótrúlegum myndum af því þegar borgarísjaki brotnaði í sundur við Upsala jökul í Argentínu. Ísjakinn sporðreistist og snerist með miklum látum á meðan túristar munduðu myndavélarnar.

Ferðamennirnir voru um borð í tvíbolungi og voru að nálgast borgarísjakann þegar stór hluti brotnaði af honum. „Ísjakinn snérist síðan með miklum gný," stendur í myndbandslýsingunni.

Myndbandið var tekið í mars á þessu ári en birtist fyrst á vefsíðunni YouTube fyrir nokkrum dögum.

Upsala jökullinn hefur hopað mikið á síðustu árum. Hann var lengi vel stærsti jökull Suður-Ameríku.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×