Erlent

John Edwards sýknaður

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur sýknað öldungadeildarþingmanninn John Edwards af ákæru um að hafa misnotað fé úr kosningasjóði sínum árið 2008 þegar hann var varaforsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningunum það ár.

Jafnframt vísaði dómstólinn frá fimm öðrum ákæruliðum gegn Edwards þar sem kviðdómurinn í málinu gat ekki komið sér saman um sekt eða sakleysi Edwards í þeim.

Edwards var sakaður um að hafa notað fé úr kosningarsjóði sínum til þess að halda leyndu ástarsambandi sem hann átti í meðan á forsetakosningunum stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×