Erlent

Neyðarlögum loks aflétt í Egyptalandi

Neyðarlögum sem staðið hafa óslitið í 31 ár hefur loks verið aflétt í Egyptalandi.

Neyðarlögin voru sett á í kjölfar morðsins á Anwar Sadat forseta Egyptlands árið 1981 og þau gáfu öryggissveitum landsins víðtækar heimildir til að handtaka fólk og dæma það fyrir sérstökum dómstólum. Neyðarlög þessi voru alla tíð mjög óvinsæl meðal almennings.

Stjórnin sem tók við völdum eftir fall Hosni Mubaraks í fyrra gaf þá út yfirlýsingum um að neyðarlögin yrðu ekki endurnýjuð en gildistími þeirra rann út á miðnætti í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×