Erlent

Fleiri þurfi vottorð til að vinna með börnum

Yfirvöld í Danmörku ráðgera að auka eftirlit með fólki sem vinnur með börnum með því að fjölga þeim störfum sem krefjast svokallaðs barnavottorðs. Þeim svipar til sakavottorða og kanna bakgrunn starfsfólks á dagheimilum, bílstjórum sem aka börnum og svo framvegis.

Samkvæmt nýju reglunum sem tóku gildi í gær þurfa fleiri hópar að fá slík vottorð, jafnvel þó þeir umgangist börn aðeins hluta úr vinnudegi.

Markmiðið er að hamla aðgangi brotamanna að börnum. Á síðasta ári var með þessum hætti komið upp um 70 dæmda barnaníðinga sem störfuðu með börnum. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×