Erlent

Mark Zuckerberg lék í kínverskum glæpaþætti

Mark Zuckerberg er margt til listanna lagt. Ekki nóg með að hafa stofnað vinsælasta samskiptamiðil veraldar og stýrt honum í gegnum hlutfjárútboð á dögunum þá er hann einnig ágætis leikari.

Kínverskir áhorfendur ráku margir upp stór augu þegar fjórði þátturinn í Chinese Police lögregluþáttunum var sýndur fyrir nokkrum vikum.

Í upphafssenu þáttarins birtist nefnilega Zuckerberg ásamt eiginkonu sinni. Hjónunum bregður fyrir í örskotsstundu á meðan kínverskir lögreglumenn hlaupa um götur Sjanghæ.

Það verður að teljast athyglisvert að Zuckerberg skuli þreyta frumraun sína í leiklistinni í Kína, enda er Fésbókin bönnuð í mörgum héruðum landsins.

Hægt er að horfa á myndbrotið hér fyrir ofan en Zuckerberg birtist í kringum 28. sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×