Erlent

Segja nákvæmlega fyrir um árekstur vetrarbrauta

BBI skrifar
Tölvuteikning af stöðu vetrarbrautanna tveggja eftir 3,75 milljarða ára.
Tölvuteikning af stöðu vetrarbrautanna tveggja eftir 3,75 milljarða ára. Mynd/NASA
Geimvísindamenn hafa reiknað út nákvæmlega hvenæra vetrarbrautin okkar mun rekast á næstu vetrarbraut, Andromedu, með hjálp Hubble geimsjónaukans.

Þyngdarafl dregur vetrarbrautirnar tvær saman og áreksturinn mun hefjast eftir eina fjóra milljarða ára. Tveimur milljörðum ára síðar verða þær orðnar ein heild.

Staða sólarinnar mun breytast nokkuð en jörðin og hinar reikistjörnurnar munu ekki eyðileggjast. Næturhiminninn mun hins vegar að öllum líkindum líta nokkuð öðruvísi út frá jörðu séð.

„Fátt finnst mönnum jafnheillandi og að vita hvað framtíðin ber í skauti sér og hver örlög okkar verða," segir Roeland van der Marel, stjórnandi rannsóknarinnar og þykir því uppgötvunin afar merkileg.

Fjallað er um rannsóknina á fréttavef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×