Erlent

Finnska lögreglan fær aðstoð

Afbrotum sem rekja má til Rúmena hefur fjölgað verulega í Finnlandi eftir að Rúmenía varð aðili að Evrópusambandinu árið 2007. Rúmensku afbrotamennirnir í Finnlandi eru í mörgum tilfellum grunaðir um vasaþjófnað, stuld úr verslunum og svindl við greiðslu vegna viðskipta.

Lögreglumaður frá Rúmeníu hefur nú komið til Finnlands til þess að aðstoða lögregluna þar við að hafa hendur í hári rúmenskra afbrotamanna. Ráðgert er að rúmenski lögreglumaðurinn verði Finnum til aðstoðar í þrjá mánuði, að því er segir á vef Hufvudstadsbladet.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×