Erlent

Mubarak dæmdur í lífstíðarfangelsi

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Egypskur dómstóll kvað upp dóm í máli hans nú snemma í morgun.

Mubarak var dæmdur sekur um að hafa fyrirskipað skotárásir á mótmælendur en fjöldi fólks lét lífið í þeim. Talið er að þúsundir hafi látið lífið í átökum lögreglu og mótmælenda.

Mubarak er fyrsti fyrrverandi leiðtoginn sem réttað er yfir síðan að Arabíska vorið hófst snemma á síðasta ári. Þá hlaut Habib al Adly, fyrrverandi innanríkisráðherra, einnig lífstíðardóm fyrir sinn þátt í dauða mótmælendanna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×