Erlent

Tíu taka við 90 prósentum

Tíu af Evrópusambandsríkjunum 27 taka á móti 90 prósentum allra hælisleitenda í Evrópu. Cecilia Malmström, innanríkismálastjóri ESB, hvetur hin ríkin 17 til þess að axla meiri ábyrgð.

Malmström vill umræður um hvernig ESB eigi að takast á við innflutning frá löndum þar sem efnahagsvandi ríkir.

Löndin tíu sem taka á móti flestum innflytjendum eru Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Belgía, Svíþjóð, Bretland, Holland, Austurríki, Grikkland og Pólland, að því er kemur fram á vef danska blaðsins Politiken.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×