Erlent

Danir reikna með metuppskeru af jarðarberjum

Danir reikna með metuppskeru af jarðarberjum í sumar en það skýrist einkum af hagstæðum ræktunarskilyrðum snemma í vor þar sem engin næturfrost trufluðu ræktunina.

Í frétt í Politiken segir að danskir jarðarberjabændur reikna með að uppskera þeirra nemi um 8.000 tonnum í sumar.

Ný dönsk jarðarber koma í búðir þar í landi á næstu dögum en þar er um að ræða hina dökkrauðu tegund Hunangsauga sem vex hratt og er yfirleitt sú fyrsta sem Danir geta keypt út úr búð eða beint frá bændum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×