Erlent

Bræðiskast þingmanns vekur athygli

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Mikið hefur verið rætt um skammarræðu bandaríska repúblikanans Mike Bost síðustu daga. Bost, sem er fulltrúi í löggjafarþingi Illinois, úthúðaði forseta þingsins fyrir að gefa minnihlutaþingmönnum aðeins 15 mínútur til að kynna sér frumvarp um eftirlaun kennara í ríkinu.

„Þetta frumvarp er kynnt á síðustu sekúndu," öskraði Bost. „Og það kemur í minn hlut að kynna mér það og ákveða hvernig ég ætti að kasta atkvæði mínu. Þið ættuð að skammast ykkar."

Bost kastaði síðan pappírum til og frá og lamdi út í loftið.

Hann vitnaði síðan í Biblíusögur til að lýsa reiði sinni: „Mér líður eins og ég sé að reyna sleppa frá Egyptalandi. Sleppið fólkinu mínu! Þau sendu mig hingað til að kjósa í þeirra nafni."

Frumvarpið — sem þingmenn samþykktu — gerir ráð fyrir að skattreiðendur greiði hluta af eftirlaunum kennara í Illinois.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×