Erlent

Mannréttindaráð fundar í kjölfar fjöldamorða

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Frá Qusair í dag.
Frá Qusair í dag. mynd/AFP
Enn berast fregnir af fjöldamorðum í Sýrlandi. Andspyrnumenn þar í landi hafa birt myndband sem sýnir lík þrettán verkamanna en talið er að vígasveit hafi skotið þá til bana í útjaðri Qusair þorpsins í vesturhluta Sýrlands. Er þetta þriðja fjöldamorðið á einni viku í landinu.

Á laugardaginn myrtu vopnaðir vígamenn að minnsta kosti 100 manns í þorpinu Houla í Homs-héraði, þar af 49 börn.

Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna hefur boðað til neyðarfundar vegna ódæðisverkanna í Houla og Qusair.

Greint hefur verið frá því að vígasveitirnar hafi fylgt skipunum yfirvalda í Sýrlandi. Ríkisstjórn Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, þvertekur þó fyrir að bera ábyrgð á morðunum og segir að að innlendir uppreisnarmenn hafi verið að verki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×