Erlent

Vilja láta lýsa framboð ógilt

Mótmælendur veifuðu skóm til að sýna Shafik lítilsvirðingu.
fréttablaðið/AP
Mótmælendur veifuðu skóm til að sýna Shafik lítilsvirðingu. fréttablaðið/AP
Þúsundir manna komu saman í borgum Egyptalands í gær til að krefjast þess að forsetaframboð Ahmeds Shafiks, síðasta forsætisráðherra Mubarak-stjórnarinnar, verði ógilt.

Shafik er annar tveggja frambjóðenda sem tilkynnt hefur verið að verði í kjöri í seinni umferð forsetakosninganna síðar í mánuðinum. Hinn er Mohammed Morsi, forsetaefni Bræðralags múslíma. Mótmælendurnir segja framboð Shafiks brjóta í bága við reglur um að enginn þeirra sem voru í stjórn Hosni Mubaraks megi bjóða sig fram til forseta.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×