Erlent

Klámmyndaleikari eftirlýstur vegna morðmáls

BBI skrifar
Klámmyndaleikari og meintur morðingi er nú eftirlýstur af Alríkislögreglunni Interpol.

Luka Rocco Magnotta, 29 ára karlmaður, er grunaður um að hafa myrt mann og sent líkamsparta hans með pósti á skrifstofur stjórnmálaflokks í Kanada.

Interpol hefur ný lýst eftir Magnotta þar sem gögn málsins benda til þess hann hafi flúið til Evrópu.

Síðastliðinn þriðjudag var fótur sendur í pósti á skrifstofu Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada. Sama dag stoppaði lögregla aðra póstsendingu sem innihélt afskorna hönd.

Í kjölfarið fannst aflimaður mannslíkami við íbúð Magnotta sem hefur síðan verið eftirlýstur.

Lögreglan hefur enn ekki borið kennsl á fórnarlambið en fram hefur komið að enn eru ekki allir líkamshlutarnir fundnir.

Lögreglumenn segja íbúð Magnotta hafa verið einn óhugnalegasta vettvang glæps sem þeir hafa komið á en blóðslettur voru þar um alla veggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×