Erlent

Pillay fordæmir fjöldamorð í Sýrlandi

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna.
Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna. mynd/AP
Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu Þjóðanna, sagði í dag að fjöldamorðin í bænum Houla í Sýrlandi á laugardaginn síðastliðinn gætu talist sem glæpur gegn mannkyni.

Hún hvatti alþjóðasamfélagið til að beita sér gegn áframhaldandi átökum í landinu og sagði að þeir sem bæru ábyrgð á verknaðinum yrðu dregnir til saka.

Fyrr í dag bárust fregnir af því að annað fjöldamorð hefði átt sér stað í bænum Qusair í vesturhluta Sýrlands.

Stjórnarandstæðingar halda því fram að 13 verkamenn hafi verið drepnir.

Mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna boðaði til neyðarfundur í dag vegna óaldarinnar í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×