Erlent

Ólga í Egyptalandi vegna dóms yfir Mubarak

Þrátt fyrir að Hosni Mubarak, fyrrverandi leiðtogi Egyptalands hafi í dag verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, þá er almenningur verulega vonsvikinn. Ástæðan er sú að Mubarak var ekki dæmdur fyrir að hafa fyrirskipað að skjóta á mótmælendur, með þeim afleiðingum að yfir þúsund manns létust, heldur var hann dæmdur fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir morðin.

Egyptar eru verulega vonsviknir yfir niðurstöðunni og greinir breska blaðið Guardian frá því að mikil ólga sé meðal almennings vegna niðurstöðu dómarans. Í fyrstu ríkti töluverð ringulreið þegar dómurinn var kveðinn upp, en talið er að yfir tíu milljónir Egypta hafi fylgst með réttarhöldum aldarinnar, eins og þau voru kölluð í Egyptalandi, í beinni sjónvarpsútsendingu.

Öðrum ákæruliðum var vísað frá, svo sem ákærum er vörðuðu spillingu og að forsætisráðherrann hefði hagnast með óeðlilegum hætti á valdatíð sinni.

Að auki voru synir Mubaraks sýknaðir alfarið ásamt nokkrum háttsettum ráðamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×