Erlent

Reuters: Írar samþykktu sáttmálann með 60% atkvæða

Reuters hefur eftir heimildum innan stjórnar Írlands að Írar hafi samþykkt fjárlagasáttmála Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í gærdag með 60% atkvæða en 40% vildu hafna sáttmálanum.

Opinber talning atkvæða hefst hinsvegar ekki fyrr en nú í morgunsárið. Írar voru eina þjóðin á evrusvæðinu sem ákvað að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Skoðanakannanir bentu til að meirihluti Íra myndi samþykkja samninginn. Helsta ástæðan fyrir því er að ef Írar gerðu slíkt ekki myndu þeir verða útilokaðir frá frekari fjárhagsaðstoð úr neyðarsjóðum Evrópusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×