Erlent

Vill banna gosdrykki í yfirstærð

Bloomberg kynnti hugmyndir sínar á blaðamannafundi í dag.
Bloomberg kynnti hugmyndir sínar á blaðamannafundi í dag. Mynd/AP
Borgarstjórinn í New York vill banna gosdrykki í stórum ílátum til þess að sporna gegn offituvandamálinu í borginni. Gangi hugmyndir Michaels Bloomberg eftir yrði hámarksstærð á gosdrykkjaílátum hálfur lítri en þetta yrði í fyrsta sinn sem slíkum aðferðum yrði beitt í Bandaríkjunum.

Bloomberg bendir á að offita hafi aukist gríðarlega og segir hann nauðsynlegt að bregðast við strax. Talsmaður Coca Cola segir hinsvegar að New York búar eigi betra skilið, þeir eigi að hafa frelsi til að ákveða sjálfir hve mikið gos þeir drekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×