Erlent

55 þúsund sóttu um 380 störf

Um 55 þúsund manns sóttu um 380 störf sem auglýst voru hjá IKEA í Barcelona á Spáni. IKEA undirbýr opnun verslunar í borginni síðar á þessu ári, að því er segir á fréttavef Aftenposten sem vitnar í vefsíðuna abc.es. Næstum fjórðungur Spánverja er án vinnu, þar af yfir helmingur ungs fólks á aldrinum 15 til 24 ára. Alls eru yfir fjórar milljónir Spánverja án atvinnu.

Erlent

Eldri borgarar drykkfelldari en áður

Norskar konur og karlar eldri en 60 ára drekka nær tvöfalt meira en fyrir tíu árum. Þetta kemur fram í skýrslu vísindamanna við Tækni- og náttúruvísindaháskóla Noregs sem norska ríkisútvarpið vitnar í. Skýrslan byggir á niðurstöðum heilbrigðiskönnunar í Norður-Þrændalögum.

Erlent

Lögreglumaður stal iPhone af slysstað

Tæplega þrítugur lögreglumaður í Louisiana í Bandaríkjunum hefur sagt upp störfum eftir að hann stal iPhone af slysstað þar sem hann var að vinna. Lögreglumaðurinn var að vinna á slysstað eftir að maður keyrði ölvaður og klessti á.

Erlent

Drápu apa og svæfðu hinn

Lögreglan í Las Vegas þarf að sinna fjölbreyttum útköllum í starfi sínu. En sennilega kom eitt sérkennilegasta útkallið í dag þegar lögreglan fékk tilkynningu um tvo tryllta simpansa úti á götu í íbúðahverfi. Annar þeirra sat ofan á bifreið á meðan hinn barði ítrekað ofan á þakið á mannlausum lögreglubíl.

Erlent

Fleetwood Mac kemur saman á ný

Fleetwood Mac, ein vinsælasta popphljómsveit sögunnar, mun koma saman á næsta ári og halda í tónleikaferðalag um Bandaríkin. Sveitin kom síðast saman fyrir þremur árum.

Erlent

Níu látnir eftir snjóflóð í Ölpunum

Alls liggja níu í valnum eftir að snjóflóð féll við franska skíðastaðinn Chamonix í Ölpunum í morgun. Þá eru níu aðrir særðir en þeim hefur nú verið komið undir læknishendur.

Erlent

Með kíló af kókaíni innvortist

Dómstóll í Nýja-Sjálandi hefur dæmt Bandaríkjamann í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa reynt að að smygla rúmlega einu kíló af kókaíni inn í landið.

Erlent

NASA hressir upp á ímyndina

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur á síðustu misserum staðið í miklu ímyndarátaki, oft á tíðum með misjöfnum árangri. Nýjasta tilraun stofnunarinnar hefur þó sannarlega náð til almennings og hefur vakið mikil viðbrögð á veraldarvefnum.

Erlent

Soyuz geimferju skotið í 114 sinn

Rússneska geimfarið Soyuz er komið á skotpall í borginni Baikonur í Kazakstan. Því verður skotið upp á sunnudaginn kemur og skotið verður þar með 114. skipti sem Soyuz geimferju er skotið á loft, en þær voru hannaðar á sjöunda áratugnum af Korolyov hönnunar stofnuninni.

Erlent

Fyrsti sendiherrann yfirgefur Assad

Sendiherra Sýrlands í Írak hefur hlaupist undan merkjum og yfirgefið stjórn Assad. Hann er fyrsti diplómatinn til að yfirgefa Bashar al Assad, forseta Sýrlands, og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama.

Erlent

Sagður hafa pyntað eiginkonu sína í áratug

Það var 2. júlí síðastliðinn sem Stephanie Lizon haltraði til nágranna síns og bað hann um að skjóta skjólhúsi yfir sig. Ástæðan var sú að eiginmaður hennar, Peter Lizon, á að hafa haldið henni nauðugri í um áratug, hlekkjað hana við rúm, brotið á henni fótinn með verkfæri og brennt hana með heitri pönnu og straujárni.

Erlent

Talið að Eva hafi verið látin í viku

Eva Rausing, eiginkona Tetra Pak erfingjans, Hans Kristian Rausing, var hugsanlega látinn í viku áður en lögreglan fann lík hennar á mánudaginn síðasta. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Bretlandi, þar sem hjónin eru búsett, en Hans er sonur mannsins sem fann upp Tetra Pak matvælaumbúðirnar.

Erlent

Stríppbúllustríð út af áttburamömmunni

Dómari í Flórída í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni eiganda nektardanstaðarins T´s Lounge um að banna áttburamömmunni Nadyu Suleman um að striplast á strippstaðnum The Playhouse Gentlemans klúbbnum í Los Angeles.

Erlent