Erlent

Hjólreiðamaðurinn virðist hafa verið skotmarkið

Af vettvangi eftir árásina.
Af vettvangi eftir árásina. Mynd/AP
Talið er að hjólreiðamaðurinn, sem var skotinn til bana við frönsku alpanna ásamt breskri fjölskyldu í byrjun síðasta mánaðar, hafi verið skotmark morðingjans.

Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið á vefsíðu sinni en rannsóknargögnum lögreglu hefur verið lekið til fréttastofunnar. Í fyrstu var talið að leigumorðingi hafi verið fenginn til að drepa fjölskylduna og hjólreiðamaðurinn hafi einungis verið á röngum stað. Nú bendir allt til þess að það hafi verið öfugt.

Talið er fullvíst að morðinginn hafi verið einn að verki. Tvær ungur stúlkur komust lífs af úr árásinni, önnur alvarlega slösuð en hin faldi sig undir líki móður sinnar þar til lögregla kom á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×