Vildi 60 milljónir evra í tóbaksmútur 19. október 2012 23:30 Mútuhneyksli tengt sænsku munntóbaki hefur leitt til afsagnar framkvæmdastjóra hjá ESB. Sænska munntóbaksframleiðandanum Swedish Match bauðst í fyrra að greiða 60 milljónir evra til að geta haft áhrif á væntanlega löggjöf ESB um tóbak. Greiða átti peningana í tveimur áföngum, 10 milljónir evra beint á borðið og 50 milljónir evra eftir lagabreytingu. Þetta upplýsir upplýsingastjóri Swedish Match, í viðtali við sænska blaðið Aftonbladet. Silvio Zammit, varaborgarstjóri Sliema á Möltu, gerði Swedish Match tilboð um að hitta John Dalli, framkvæmdastjóra heilbrigðis- og samkeppnismála hjá ESB, sem er líka frá Möltu, en þeir Zammit eru nátengdir. Dalli sagði af sér í vikunni vegna tengslanna. Innri rannsóknarstofnun ESB (OLAF) varpaði ljósi á tengslin eftir ábendingu frá tóbaksframleiðandanum. Í niðurstöðum úttektarinnar kemur fram að þó að ekki sé hægt að sanna beina aðkomu Dalli að málinu séu miklar líkur á að honum hafi verið kunnugt um tilboðið. Fram kemur á fréttavefnum Malta Today að Zammit hafi sagt af sér sama dag og Dalli, sem kveðst saklaus. Sólarhring eftir að Dalli og Zammit sögðu af sér var brotist inn hjá þremur samtökum í Brussel sem berjast gegn neyslu tóbaks. Reglur ESB banna framleiðslu munntóbaks, en Svíar fengu undanþágu við inngöngu í sambandið á sínum tíma. Endurskoðun laganna stendur nú fyrir dyrum og er stefnt að því að þau taki gildi árið 2014. Þar er lagt til að reyklaust tóbak verði bannað nema þar sem hefð er fyrir sölu þess, en Svíar vilja flytja út munntóbak til annarra ESB-landa, meðal annars á þeim forsendum að það sé hættuminna en sígarettur.- ibs Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Sænska munntóbaksframleiðandanum Swedish Match bauðst í fyrra að greiða 60 milljónir evra til að geta haft áhrif á væntanlega löggjöf ESB um tóbak. Greiða átti peningana í tveimur áföngum, 10 milljónir evra beint á borðið og 50 milljónir evra eftir lagabreytingu. Þetta upplýsir upplýsingastjóri Swedish Match, í viðtali við sænska blaðið Aftonbladet. Silvio Zammit, varaborgarstjóri Sliema á Möltu, gerði Swedish Match tilboð um að hitta John Dalli, framkvæmdastjóra heilbrigðis- og samkeppnismála hjá ESB, sem er líka frá Möltu, en þeir Zammit eru nátengdir. Dalli sagði af sér í vikunni vegna tengslanna. Innri rannsóknarstofnun ESB (OLAF) varpaði ljósi á tengslin eftir ábendingu frá tóbaksframleiðandanum. Í niðurstöðum úttektarinnar kemur fram að þó að ekki sé hægt að sanna beina aðkomu Dalli að málinu séu miklar líkur á að honum hafi verið kunnugt um tilboðið. Fram kemur á fréttavefnum Malta Today að Zammit hafi sagt af sér sama dag og Dalli, sem kveðst saklaus. Sólarhring eftir að Dalli og Zammit sögðu af sér var brotist inn hjá þremur samtökum í Brussel sem berjast gegn neyslu tóbaks. Reglur ESB banna framleiðslu munntóbaks, en Svíar fengu undanþágu við inngöngu í sambandið á sínum tíma. Endurskoðun laganna stendur nú fyrir dyrum og er stefnt að því að þau taki gildi árið 2014. Þar er lagt til að reyklaust tóbak verði bannað nema þar sem hefð er fyrir sölu þess, en Svíar vilja flytja út munntóbak til annarra ESB-landa, meðal annars á þeim forsendum að það sé hættuminna en sígarettur.- ibs
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira