Fágætt viðtal við frænda leiðtoga Norður-Kóreu 19. október 2012 15:19 Frændi leiðtoga Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu, kom fram í viðtali í Bosníu, þar sem hann stundar nám þessa stundina. Frændinn, sem heitir Kim Han-sol er sautján ára gamall og ólst meira eða minna upp í Maká og Kína. Faðir hans, Kim Jong-nam er bróðir Kim Jong-il hins alræmda einræðisherra Norður-Kóreu, sem lést í desember á síðasta ári. Kim Jong-nam hefði að óbreyttu átt að taka við sem leiðtogi Norður-kóreu, enda erfast völdin þar í landi. Talið er að Jong-nam hafi fallið í ónáð eftir að hann reyndi að smygla sér til Japans árið 2001 með fölsuðu vegabréfi. Þegar hann var spurður hvað hann vildi til Japans svaraði hann því til að hann vildi fara í Disney-garðinn. Japönsk sjónvarpsstöð hafði svo eftir honum að hann væri mótfallinn því að völdin gengu í erfðir. Líklega var það sem gerði útslagið. Sonur hans, Kim Han-sol, er nútímalegur ungur maður samkvæmt viðtalinu sem BBC greinir frá. Þar útskýrir hann meðal annars að hann vilji mennta sig til þess að bæta stöðu landa sinna sem eigi stóra þátt í hjarta hans. Hann segir ennfremur að faðir sinn sé ekki pólitískur og því hafi það aldrei komið til greina að hann tæki við landinu. Þá hefur hann aldrei hitt föðurbróður sinn né frænda sem nú ríkir í Norður-Kóreu, þó hann hafi fæðst í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Um afa sinn, Kim Il-sung segir Han-Sol að hann hafi aldrei hitt hann, en vonaðist á tímabili að hann myndi finna sig. Han-sol sagðist ekki einu sinni viss hvort Il-sung hafi nokkurntímann vitað af tilvist sinni. Kim Han-sol segist svo að lokum vilja ganga í háskóla og sinna góðgerðastörfum. Ekki er ljóst hversvegna pilturinn gefur færi á sér í viðtali nú en hann komst fyrst í heimsfréttirnar á síðast ári þegar suður-kóreskir fjölmiðlar greindu frá Facebook-notkun hans. Reikningnum á samskiptasíðunni var lokað mjög snögglega eftir þann fréttaflutning. Viðtalið er tekið af finnsku sjónvarpskonunni Elisabeth Rehn, fyrrverandi ráðherra í Finnlandi. Hægt er að horfa á fyrri hluta viðtalsins hér fyrir ofan. Athugið að viðtalið sjálft er á ensku þó inngangurinn sé á finnsku. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Frændi leiðtoga Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu, kom fram í viðtali í Bosníu, þar sem hann stundar nám þessa stundina. Frændinn, sem heitir Kim Han-sol er sautján ára gamall og ólst meira eða minna upp í Maká og Kína. Faðir hans, Kim Jong-nam er bróðir Kim Jong-il hins alræmda einræðisherra Norður-Kóreu, sem lést í desember á síðasta ári. Kim Jong-nam hefði að óbreyttu átt að taka við sem leiðtogi Norður-kóreu, enda erfast völdin þar í landi. Talið er að Jong-nam hafi fallið í ónáð eftir að hann reyndi að smygla sér til Japans árið 2001 með fölsuðu vegabréfi. Þegar hann var spurður hvað hann vildi til Japans svaraði hann því til að hann vildi fara í Disney-garðinn. Japönsk sjónvarpsstöð hafði svo eftir honum að hann væri mótfallinn því að völdin gengu í erfðir. Líklega var það sem gerði útslagið. Sonur hans, Kim Han-sol, er nútímalegur ungur maður samkvæmt viðtalinu sem BBC greinir frá. Þar útskýrir hann meðal annars að hann vilji mennta sig til þess að bæta stöðu landa sinna sem eigi stóra þátt í hjarta hans. Hann segir ennfremur að faðir sinn sé ekki pólitískur og því hafi það aldrei komið til greina að hann tæki við landinu. Þá hefur hann aldrei hitt föðurbróður sinn né frænda sem nú ríkir í Norður-Kóreu, þó hann hafi fæðst í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Um afa sinn, Kim Il-sung segir Han-Sol að hann hafi aldrei hitt hann, en vonaðist á tímabili að hann myndi finna sig. Han-sol sagðist ekki einu sinni viss hvort Il-sung hafi nokkurntímann vitað af tilvist sinni. Kim Han-sol segist svo að lokum vilja ganga í háskóla og sinna góðgerðastörfum. Ekki er ljóst hversvegna pilturinn gefur færi á sér í viðtali nú en hann komst fyrst í heimsfréttirnar á síðast ári þegar suður-kóreskir fjölmiðlar greindu frá Facebook-notkun hans. Reikningnum á samskiptasíðunni var lokað mjög snögglega eftir þann fréttaflutning. Viðtalið er tekið af finnsku sjónvarpskonunni Elisabeth Rehn, fyrrverandi ráðherra í Finnlandi. Hægt er að horfa á fyrri hluta viðtalsins hér fyrir ofan. Athugið að viðtalið sjálft er á ensku þó inngangurinn sé á finnsku.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira