Erlent

Segja Sýrlendinga bera ábyrgð á bílsprengjunni

Mómælendur hafa lokað vegum víðsvegar um landið vegna bílsprengjunnar. Hér má sjá mótmælanda hlaupa milli brennandi hjólbarða.
Mómælendur hafa lokað vegum víðsvegar um landið vegna bílsprengjunnar. Hér má sjá mótmælanda hlaupa milli brennandi hjólbarða. Mynd/AFP
Líbanskir stjórnmálamenn sem andsnúnir eru stjórnvöldum í Sýrlandi staðhæfa að Sýrlendingar hafi staðið á bak við bílsprengjuna í Líbanon sem varð yfirmanni leyniþjónustunnar þar í landi að bana.

Sýrlenskir ráðherrar hafa vísað þeim ásökunum á bug. Mikil mótmæli hafa verið í Líbanon eftir sprenginguna sem varð alls átta manns að bana og særði tugi. Sprengingin varð í hverfi kristinna, rétt við höfuðstöðvar aðal stjórnarandstöðuflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×