Fótbolti

Leikmenn ársins hjá FIFA - 33 leikmenn tilnefndir

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur gefið út lista með nöfnum þeirra 23 knattspyrnumanna og 10 knattspyrnukvenna sem eru tilnefndir sem leikmaður ársins en verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn 21. desember.

Fótbolti

Forráðamenn Notts County töluðu við Mancini

Stjórnarformaðurinn Peter Trembling hjá enska d-deildarfélaginu Notts County viðurkennir í viðtali við Nottingham Evening Post í dag að félagið hafi fundað með knattspyrnustjóranum Roberto Mancini um möguleikann á að Ítalinn tæki að sér knattspyrnustjórn Notts County.

Enski boltinn

Ronaldo: Ég er ekki bjargvættur Real

Það hefur lítið gengið hjá Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo meiddist. Liðið hefur tapað tveim leikjum, gert eitt jafntefli og aðeins sigrað einn leik. Steininn tók þó úr er liðið tapaði fyrir Alcorcon í spænska bikarnum.

Fótbolti

Landsliðshópar fyrir Íran og Lúxemborg klárir

Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt tvo landsliðshópa fyrir vináttulandsleikina gegn Íran og Lúxemborg. Fyrri leikurinn gegn Íran fer fram í Teheran þriðjudaginn 10. nóvember en seinni leikurinn við Lúxemborg fer fram 14. nóvember í Lúxemborg.

Fótbolti

Brown vonast til að halda starfi sínu hjá Hull

Það gengur mikið á hjá Hull City þessa dagana en stjórnarformaður félagsins, Paul Duffen, er hættur hjá félaginu. Í gær var talið að búið væri að sparka stjóranum, Phil Brown, en hann vonast til að starfa áfram fyrir félagið.

Enski boltinn

Góðgerðarleikur í Kórnum á milli HR og HÍ

Úrvalslið Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands mætast í góðgerðarleik í fótbolta í Kórnum á laugardag kl. 17. Bæði liðin eru skipuð leikmönnum úr liðum í Pepsi-deild karla en Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, stýrir liði HR og Magnús Gylfason stýrir liði HÍ.

Enski boltinn

Keane: Erum með sterkari leikmannahóp en Arsenal

Framherjinn Robbie Keane hjá Tottenham er byrjaður á sálfræðihernaði fyrir Lundúnaslaginn gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina en hann lýsti því yfir á blaðamannafundi að leikmannahópur Tottenham væri sterkari en hjá Arsenal.

Enski boltinn

Pedro með tvö í sigri Barcelona

Pedro skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á neðrideildarliðinu Cultural Leonesa í 16-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna en sá síðari fer fram á Nou Camp.

Fótbolti