Fótbolti

Læti í Maradona - keyrði yfir myndatökumann og kallaði hann síðan fífl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona, þjálfari argentínska landsliðsins.
Diego Maradona, þjálfari argentínska landsliðsins. Mynd/AFP

Diego Maradona, þjálfari argentínska landsliðsins, ætlar ekki að sigla lygnan sjó í samskiptum sínum við argentínska fjölmiðlamenn.

Það gekk mikið á í samskiptum þeirra í allri dramatíkinni í kringum undankeppnina og nú síðast lenti knattspyrnugóð Argentínu í leiðindaratviki þegar hann var á leiðinni á blaðamannafund til að tilkynna um hvaða 23 leikmenn færu á HM í Suður-Afríku.

Diego Maradona lá greinilega mikið á að komast á fundinn því keyrði óvart yfir fót eins myndatökumannsins sem beið hans fyrir utan staðinn þar sem blaðamannafundurinn fór fram í Buenos Aires. Mikill fjöldi blaðamanna og myndatökumanna var á staðnum og Maradona var ekki alveg með fulla einbeitingu við aksturinn.

Maradona bað þó umræddan myndatökumann ekki afsökunar eftir atvikuð heldur kallaði: „Þvílíkt fífl. Hvernig getur þú sett fótinn þar sem er hægt að keyra yfir hann," heyrðist í Maradona á meðan sjúkraliðar huguðu að hinum meidda myndatökumanni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×