Umfjöllun: Fram sigraði lánlausa Grindvíkinga Ari Erlingsson skrifar 20. maí 2010 14:01 Mynd/Vilhelm Framarar, sem höfðu innbyrt 4 stig í fyrstu tveimur umferðunum, mættu stiga- og markalausum Grindvíkingum á Laugardalsvelli í kvöld. Það fór svo að lokum að Grindvíkingar töpuðu 0-2 og sitja því enn á botninum með núll stig og núll mörk, Framarar geta hins vegar geta verið sælir með 7 stig að loknum þremur umferðum. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og miðjuþóf einkenndi leikinn framan af. Þegar á fyrri hálfleikinn leið lifnaði aðeins yfir leiknum. Meðal annars áttu Framarar tvívegis skot sem höfnuðu í þverslánni. Fyrst Tómas Leifsson sem átti misheppnaða sendingu fyrir markið en úr varð hættulegt skot sem endaði í slánni. Síðan átti Daði Guðmundsson aukaspyrnu sem Óskar í marki Grindvíkinga náði að verja í slánna og yfir. Grindvíkingar fengu líka sín færi og Grindvíkingar heimtuðu rautt spjald á Hannes, markmann Fram, sem tæklaði Gilles Ondo sem var sloppinn í gegnum vörn Framara. Einar Örn Daníelsson dómari sleppti Hannesi með gult spjald. Einmitt þegar Grindvíkingar virtust hafa náð öllum völdum á vellinum skoruðu Framarar. Eftir klafs fyrir utan vítateig Grindvíkinga slapp Ívar Björnsson í gegnum vörn Grindvíkinga og skoraði með lausu skoti framhjá Óskari í markinu. Óskar var illa staðsettur og kom því engum vörnum við. 1-0 í jöfnum hálfleik þar sem Framarar nýttu færin betur. Framarar hófu seinni hálfleikinn betur og virtist sem skiptingar og taktískar breytingar Luka Kostics hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Reynsluboltarnir Auðun Helgason og Grétar Hjartarsson komu inn af bekknum. Grétar hefur líklegast átt að hjálpa Gilles Ondo í framlínunni, enda virtist Ondo hálf einangraður í fremstu línu Grindvíkinga. Framarar stjórnuðu seinni hálfleiknum að mestu og áttu varnarmenn Grindvíkinga í mestu vandræðum með Ívar Björnsson í liði Fram. Loks á 87 mínútu innsigluðu Framarar sigurinn og var þar að verki hinn ungi og efnilegi Hlynur Atli Magnússon með lúmsku skoti rétt fyrir utan vítateig. Skotið vel staðsett, í bláhorninu. Framarar geta vel við 2-0 sigur unað. Drifnir áfram af Ívari Björnssyni í framlínunni eru þeir skeinuhættir í sóknarleiknum og sem endranær eru sveinar Þorvalds Örlygssonar gríðarlega þéttir baka til. Grindvíkingar þurfa svo sannarlega að athuga sinn gang. Þeir hafa ekki enn skorað mark í Pepsi deildinni og það er ákveðið áhyggjuefni hversu illa þeir hafa farið með færin, aukinheldur hefur farið óvenju lítið fyrir Skotanum snjalla Scott Ramsay. Fram-Grindavík 2-0 (1-0)1-0 Ívar Björnsson (37.) 2-0 Hlynur Atli Magnússon(87.) Dómari: Einar Örn Daníelsson 7. Áhorfendur: 818. Skot (á mark): 11-9 (6-5) Varin skot: Hannes 3 – Óskar 4 Horn: 9-7 Aukaspyrnur fengnar: 16-13 Rangstöður: 1-7 Fram (4-5-1)Hannes Þór Halldórsson 6 Daði Guðmundsson 7 Kristján Hauksson 7 Jón Guðni Fjóluson 7 Samuel Lee Tillen 7 Tómas Leifsson 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Almarr Ormarsson 5 (80. Hlynur Atli Magnússon -)Ívar Björnsson 8 - Maður leiksins(88. Joseph Tillen -) Hjálmar Þórarinsson 6 (58. Guðmundur Magnússon 6) Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 4 Ray Anthony Jónsson 6 Marko Valdimar Stefánsson 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 Alexander Magnússon 5 (46. Auðun Helgason 6) Scott Mckenna Ramsay 6 Loic Daniel Mbang Ondo 5 Matthías Örn Friðriksson 5 Jóhann Helgason 5 (87. Óli Baldur Bjarnason-) Jósef Kristinn Jósefsson 7 (58. Grétar Ólafur Hjartarsson 6) Gilles Daniel Mbang Ondo 5 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Fram - Grindavík. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Sjá meira
Framarar, sem höfðu innbyrt 4 stig í fyrstu tveimur umferðunum, mættu stiga- og markalausum Grindvíkingum á Laugardalsvelli í kvöld. Það fór svo að lokum að Grindvíkingar töpuðu 0-2 og sitja því enn á botninum með núll stig og núll mörk, Framarar geta hins vegar geta verið sælir með 7 stig að loknum þremur umferðum. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og miðjuþóf einkenndi leikinn framan af. Þegar á fyrri hálfleikinn leið lifnaði aðeins yfir leiknum. Meðal annars áttu Framarar tvívegis skot sem höfnuðu í þverslánni. Fyrst Tómas Leifsson sem átti misheppnaða sendingu fyrir markið en úr varð hættulegt skot sem endaði í slánni. Síðan átti Daði Guðmundsson aukaspyrnu sem Óskar í marki Grindvíkinga náði að verja í slánna og yfir. Grindvíkingar fengu líka sín færi og Grindvíkingar heimtuðu rautt spjald á Hannes, markmann Fram, sem tæklaði Gilles Ondo sem var sloppinn í gegnum vörn Framara. Einar Örn Daníelsson dómari sleppti Hannesi með gult spjald. Einmitt þegar Grindvíkingar virtust hafa náð öllum völdum á vellinum skoruðu Framarar. Eftir klafs fyrir utan vítateig Grindvíkinga slapp Ívar Björnsson í gegnum vörn Grindvíkinga og skoraði með lausu skoti framhjá Óskari í markinu. Óskar var illa staðsettur og kom því engum vörnum við. 1-0 í jöfnum hálfleik þar sem Framarar nýttu færin betur. Framarar hófu seinni hálfleikinn betur og virtist sem skiptingar og taktískar breytingar Luka Kostics hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Reynsluboltarnir Auðun Helgason og Grétar Hjartarsson komu inn af bekknum. Grétar hefur líklegast átt að hjálpa Gilles Ondo í framlínunni, enda virtist Ondo hálf einangraður í fremstu línu Grindvíkinga. Framarar stjórnuðu seinni hálfleiknum að mestu og áttu varnarmenn Grindvíkinga í mestu vandræðum með Ívar Björnsson í liði Fram. Loks á 87 mínútu innsigluðu Framarar sigurinn og var þar að verki hinn ungi og efnilegi Hlynur Atli Magnússon með lúmsku skoti rétt fyrir utan vítateig. Skotið vel staðsett, í bláhorninu. Framarar geta vel við 2-0 sigur unað. Drifnir áfram af Ívari Björnssyni í framlínunni eru þeir skeinuhættir í sóknarleiknum og sem endranær eru sveinar Þorvalds Örlygssonar gríðarlega þéttir baka til. Grindvíkingar þurfa svo sannarlega að athuga sinn gang. Þeir hafa ekki enn skorað mark í Pepsi deildinni og það er ákveðið áhyggjuefni hversu illa þeir hafa farið með færin, aukinheldur hefur farið óvenju lítið fyrir Skotanum snjalla Scott Ramsay. Fram-Grindavík 2-0 (1-0)1-0 Ívar Björnsson (37.) 2-0 Hlynur Atli Magnússon(87.) Dómari: Einar Örn Daníelsson 7. Áhorfendur: 818. Skot (á mark): 11-9 (6-5) Varin skot: Hannes 3 – Óskar 4 Horn: 9-7 Aukaspyrnur fengnar: 16-13 Rangstöður: 1-7 Fram (4-5-1)Hannes Þór Halldórsson 6 Daði Guðmundsson 7 Kristján Hauksson 7 Jón Guðni Fjóluson 7 Samuel Lee Tillen 7 Tómas Leifsson 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Almarr Ormarsson 5 (80. Hlynur Atli Magnússon -)Ívar Björnsson 8 - Maður leiksins(88. Joseph Tillen -) Hjálmar Þórarinsson 6 (58. Guðmundur Magnússon 6) Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 4 Ray Anthony Jónsson 6 Marko Valdimar Stefánsson 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 Alexander Magnússon 5 (46. Auðun Helgason 6) Scott Mckenna Ramsay 6 Loic Daniel Mbang Ondo 5 Matthías Örn Friðriksson 5 Jóhann Helgason 5 (87. Óli Baldur Bjarnason-) Jósef Kristinn Jósefsson 7 (58. Grétar Ólafur Hjartarsson 6) Gilles Daniel Mbang Ondo 5 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Fram - Grindavík.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn