Umfjöllun: Fram sigraði lánlausa Grindvíkinga Ari Erlingsson skrifar 20. maí 2010 14:01 Mynd/Vilhelm Framarar, sem höfðu innbyrt 4 stig í fyrstu tveimur umferðunum, mættu stiga- og markalausum Grindvíkingum á Laugardalsvelli í kvöld. Það fór svo að lokum að Grindvíkingar töpuðu 0-2 og sitja því enn á botninum með núll stig og núll mörk, Framarar geta hins vegar geta verið sælir með 7 stig að loknum þremur umferðum. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og miðjuþóf einkenndi leikinn framan af. Þegar á fyrri hálfleikinn leið lifnaði aðeins yfir leiknum. Meðal annars áttu Framarar tvívegis skot sem höfnuðu í þverslánni. Fyrst Tómas Leifsson sem átti misheppnaða sendingu fyrir markið en úr varð hættulegt skot sem endaði í slánni. Síðan átti Daði Guðmundsson aukaspyrnu sem Óskar í marki Grindvíkinga náði að verja í slánna og yfir. Grindvíkingar fengu líka sín færi og Grindvíkingar heimtuðu rautt spjald á Hannes, markmann Fram, sem tæklaði Gilles Ondo sem var sloppinn í gegnum vörn Framara. Einar Örn Daníelsson dómari sleppti Hannesi með gult spjald. Einmitt þegar Grindvíkingar virtust hafa náð öllum völdum á vellinum skoruðu Framarar. Eftir klafs fyrir utan vítateig Grindvíkinga slapp Ívar Björnsson í gegnum vörn Grindvíkinga og skoraði með lausu skoti framhjá Óskari í markinu. Óskar var illa staðsettur og kom því engum vörnum við. 1-0 í jöfnum hálfleik þar sem Framarar nýttu færin betur. Framarar hófu seinni hálfleikinn betur og virtist sem skiptingar og taktískar breytingar Luka Kostics hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Reynsluboltarnir Auðun Helgason og Grétar Hjartarsson komu inn af bekknum. Grétar hefur líklegast átt að hjálpa Gilles Ondo í framlínunni, enda virtist Ondo hálf einangraður í fremstu línu Grindvíkinga. Framarar stjórnuðu seinni hálfleiknum að mestu og áttu varnarmenn Grindvíkinga í mestu vandræðum með Ívar Björnsson í liði Fram. Loks á 87 mínútu innsigluðu Framarar sigurinn og var þar að verki hinn ungi og efnilegi Hlynur Atli Magnússon með lúmsku skoti rétt fyrir utan vítateig. Skotið vel staðsett, í bláhorninu. Framarar geta vel við 2-0 sigur unað. Drifnir áfram af Ívari Björnssyni í framlínunni eru þeir skeinuhættir í sóknarleiknum og sem endranær eru sveinar Þorvalds Örlygssonar gríðarlega þéttir baka til. Grindvíkingar þurfa svo sannarlega að athuga sinn gang. Þeir hafa ekki enn skorað mark í Pepsi deildinni og það er ákveðið áhyggjuefni hversu illa þeir hafa farið með færin, aukinheldur hefur farið óvenju lítið fyrir Skotanum snjalla Scott Ramsay. Fram-Grindavík 2-0 (1-0)1-0 Ívar Björnsson (37.) 2-0 Hlynur Atli Magnússon(87.) Dómari: Einar Örn Daníelsson 7. Áhorfendur: 818. Skot (á mark): 11-9 (6-5) Varin skot: Hannes 3 – Óskar 4 Horn: 9-7 Aukaspyrnur fengnar: 16-13 Rangstöður: 1-7 Fram (4-5-1)Hannes Þór Halldórsson 6 Daði Guðmundsson 7 Kristján Hauksson 7 Jón Guðni Fjóluson 7 Samuel Lee Tillen 7 Tómas Leifsson 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Almarr Ormarsson 5 (80. Hlynur Atli Magnússon -)Ívar Björnsson 8 - Maður leiksins(88. Joseph Tillen -) Hjálmar Þórarinsson 6 (58. Guðmundur Magnússon 6) Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 4 Ray Anthony Jónsson 6 Marko Valdimar Stefánsson 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 Alexander Magnússon 5 (46. Auðun Helgason 6) Scott Mckenna Ramsay 6 Loic Daniel Mbang Ondo 5 Matthías Örn Friðriksson 5 Jóhann Helgason 5 (87. Óli Baldur Bjarnason-) Jósef Kristinn Jósefsson 7 (58. Grétar Ólafur Hjartarsson 6) Gilles Daniel Mbang Ondo 5 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Fram - Grindavík. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Framarar, sem höfðu innbyrt 4 stig í fyrstu tveimur umferðunum, mættu stiga- og markalausum Grindvíkingum á Laugardalsvelli í kvöld. Það fór svo að lokum að Grindvíkingar töpuðu 0-2 og sitja því enn á botninum með núll stig og núll mörk, Framarar geta hins vegar geta verið sælir með 7 stig að loknum þremur umferðum. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og miðjuþóf einkenndi leikinn framan af. Þegar á fyrri hálfleikinn leið lifnaði aðeins yfir leiknum. Meðal annars áttu Framarar tvívegis skot sem höfnuðu í þverslánni. Fyrst Tómas Leifsson sem átti misheppnaða sendingu fyrir markið en úr varð hættulegt skot sem endaði í slánni. Síðan átti Daði Guðmundsson aukaspyrnu sem Óskar í marki Grindvíkinga náði að verja í slánna og yfir. Grindvíkingar fengu líka sín færi og Grindvíkingar heimtuðu rautt spjald á Hannes, markmann Fram, sem tæklaði Gilles Ondo sem var sloppinn í gegnum vörn Framara. Einar Örn Daníelsson dómari sleppti Hannesi með gult spjald. Einmitt þegar Grindvíkingar virtust hafa náð öllum völdum á vellinum skoruðu Framarar. Eftir klafs fyrir utan vítateig Grindvíkinga slapp Ívar Björnsson í gegnum vörn Grindvíkinga og skoraði með lausu skoti framhjá Óskari í markinu. Óskar var illa staðsettur og kom því engum vörnum við. 1-0 í jöfnum hálfleik þar sem Framarar nýttu færin betur. Framarar hófu seinni hálfleikinn betur og virtist sem skiptingar og taktískar breytingar Luka Kostics hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Reynsluboltarnir Auðun Helgason og Grétar Hjartarsson komu inn af bekknum. Grétar hefur líklegast átt að hjálpa Gilles Ondo í framlínunni, enda virtist Ondo hálf einangraður í fremstu línu Grindvíkinga. Framarar stjórnuðu seinni hálfleiknum að mestu og áttu varnarmenn Grindvíkinga í mestu vandræðum með Ívar Björnsson í liði Fram. Loks á 87 mínútu innsigluðu Framarar sigurinn og var þar að verki hinn ungi og efnilegi Hlynur Atli Magnússon með lúmsku skoti rétt fyrir utan vítateig. Skotið vel staðsett, í bláhorninu. Framarar geta vel við 2-0 sigur unað. Drifnir áfram af Ívari Björnssyni í framlínunni eru þeir skeinuhættir í sóknarleiknum og sem endranær eru sveinar Þorvalds Örlygssonar gríðarlega þéttir baka til. Grindvíkingar þurfa svo sannarlega að athuga sinn gang. Þeir hafa ekki enn skorað mark í Pepsi deildinni og það er ákveðið áhyggjuefni hversu illa þeir hafa farið með færin, aukinheldur hefur farið óvenju lítið fyrir Skotanum snjalla Scott Ramsay. Fram-Grindavík 2-0 (1-0)1-0 Ívar Björnsson (37.) 2-0 Hlynur Atli Magnússon(87.) Dómari: Einar Örn Daníelsson 7. Áhorfendur: 818. Skot (á mark): 11-9 (6-5) Varin skot: Hannes 3 – Óskar 4 Horn: 9-7 Aukaspyrnur fengnar: 16-13 Rangstöður: 1-7 Fram (4-5-1)Hannes Þór Halldórsson 6 Daði Guðmundsson 7 Kristján Hauksson 7 Jón Guðni Fjóluson 7 Samuel Lee Tillen 7 Tómas Leifsson 5 Halldór Hermann Jónsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Almarr Ormarsson 5 (80. Hlynur Atli Magnússon -)Ívar Björnsson 8 - Maður leiksins(88. Joseph Tillen -) Hjálmar Þórarinsson 6 (58. Guðmundur Magnússon 6) Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 4 Ray Anthony Jónsson 6 Marko Valdimar Stefánsson 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 Alexander Magnússon 5 (46. Auðun Helgason 6) Scott Mckenna Ramsay 6 Loic Daniel Mbang Ondo 5 Matthías Örn Friðriksson 5 Jóhann Helgason 5 (87. Óli Baldur Bjarnason-) Jósef Kristinn Jósefsson 7 (58. Grétar Ólafur Hjartarsson 6) Gilles Daniel Mbang Ondo 5 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Fram - Grindavík.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira