Íslenski boltinn

Gunnleifur: Við vorum arfaslakir

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Eyþór Helgi skorar hér fram hjá Gunnleifi í kvöld. Mynd /Anton
Eyþór Helgi skorar hér fram hjá Gunnleifi í kvöld. Mynd /Anton
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, brosti ekki eftir leik liðsins gegn ÍBV en Eyjamenn mættu í Kaplakrika og hirtu öll stigin í þriðju umferð Pepsi-deildar karla sem fram fór í kvöld.

„Við förum í alla leiki til að vinna þá og ætluðum okkur auðvitað að vinna alla heimaleiki í sumar. Það gekk ekkert hjá okkur í dag og við vorum arfa slakir," sagði Gunnleifur en hann var alls ekki ánægður með lið sitt eftir leikinn.

„Það er enginn talandi og enginn að stýra, við erum langt frá mönnunum okkar og baráttulausir. Það er alveg á hreinu að öll liðin geta tekið stig af hvort í þessari deild og ef að allir eru ekki að legga sig 100% fram í þetta þá bara lendiru í veseni. Skiptir ekki máli hvort að það sé á móti ÍBV eða öðrum, menn verða bara að leggja sig alla fram til að eiga möguleika á því að fá öll stigin," sagði Gunnleifur í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×