Íslenski boltinn

Þorvaldur: Ánægður með stígandann í liðinu

Ari Erlingsson skrifar
Mynd/Anton
Mynd/Anton

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var að vonum kátur með sitt lið sem lagði Grindavík í Dalnum í kvöld.

„Ég er ánægður með stígandann í liðinu, þó vissulega megi margt bæta. En á meðan við smölum inn stigunum þá er ég ánægður. Við vorum þolinmóðir og agaðir í að bíða eftir sénsunum þó svo að hlutirnir hafi ekki alltaf gengið upp í leiknum, héldum dampi og kláruðum svo leikinn í lokin með öðru markinu," sagði Þorvaldur.

Aðspurður um ungu strákana sem áttu góða innkomu af bekkum sagði Þorvaldur.

„Þetta er ungir strákar sem eru að stíga sín fyrstu skref og það er vonandi að þeir haldi svona áfram. Þeir hafa verið að bæta sig aæveg gríðarlega undanfarin 2 ár og þeir sýna það ef menn leggja mikið á sig þá koma sénsarnir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×