Enski boltinn

Brynjar Björn búinn að gera nýjan samning við Reading

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson í leik á móti Newcastle í vetur.
Brynjar Björn Gunnarsson í leik á móti Newcastle í vetur. Mynd/GettyImages
Brynjar Björn Gunnarsson er búinn að gera nýjan eins árs samning við Reading og verður því áfram hjá liðinu eins og Ívar Ingimarsson. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Brynjar Björn hefur leikið hátt í 150 leiki með Reading síðan að hann kom til liðsins árið 2005.

„Það var mitt fyrsta val að spila eitt ár til viðbótar með Reading. Ég er mjög ánægður með nýja samninginn og það fylgir því mikil ánægja að vera leikmaður Reading í eitt ár til viðbótar," sagði Brynjar í viðtali á heimasíðunni.

„Það eru frábærar fréttir að Bryn verði í leikmannahópnum okkar á næsta tímabili. Hann er mikill fagmaður og sannaði mikilvægi sitt hvað eftir annað á þessu tímabili. Fjölhæfni hans er liðinu afar dýrmæt," sagði Nick Hammond yfirmaður knattspyrnumála hjá Reading.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×