Íslenski boltinn

Ívar Björnsson: Þetta var vinnusigur

Ari Erlingsson skrifar
Mynd/daníel
Mynd/daníel

Ívar Björnsson sem var helsti drifkraftur Framara í sókninni gegn Grindavík var sáttur með leik sinna manna, og jafnframt ánægður að vera heill heilsu eftir erfitt sumar í fyrra.

„Já, ég er sáttur. Þetta var í rauninni svokallaður vinnusigur. Erfiður fyrri hálfleikur að mörgu leyti en svo fannst mér við vera sterkari í þeim seinni og kláruðum þetta bara vel.“

Aðspurður um spilamennsku Framara það sem af er vori segist Ívar vera ánægður. 

„Mér finnst framför í hverjum leik. Við vorum svolítið þungir í fyrstu umferðinni, kláruðum svo Blikaleikinn fínt eftir erfiða byrjum og svo núna í kvöld var þetta fínt."

Þegar talið berst af eigin spilamennsku er Ívar sáttur.

„Ég var lítið með í fyrra vegna meiðsla og þegar ég var með þá var ég hálfmeiddur, þannig að sumarið í fyrra fór svolítið í vaskinn. Ég er í góðu formi núna og stefni bara á að halda áfram að spila vel“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×