Umfjöllun: Tryggvi og Eyjapeyjarnir hirtu öll stigin í Krikanum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 20. maí 2010 21:46 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Anton. Eyjamenn sóttu þrjú stig í Kaplakrika í kvöld er liðið lagði Íslandsmeistara FH, 2-3, í skemmtilegum leik en þriðja umferð Pepsi-deildar karla fór fram í kvöld. ÍBV-liðið spilaði flottan bolta en það sama er ekki hægt að segja um FH. Eyþór Helgi Birgisson sem átti frábæran leik í kvöld kom gestunum yfir eftir aðeins ellefu mínútur en þá voru eyjamenn fljótir að hugsa og tóku aukaspyrnuna hratt, Andri Ólafsson fyrirliði þeirra sendi boltann fyrir og þar var Eyþór Helgi Birgisson mættur sem kláraði færið vel. Eftir tuttugu mínútur bættu eyjamenn við marki en þar var að verki Eiður Aron Sigurbjörnsson. Tryggvi Guðmundsson tók þá góða hornspyrnu sem endaði á kollinum á Eið sem þakkaði fyrir sig og kom ÍBV í 0-2. Fimm mínútum síðar svöruðu heimamenn en þá skoraði Torger Motland með fallegum skalla eftir sendingu frá Guðmundi Sævarssyni af vængnum. FH-ingar vöknuðu við þetta og fóru að spila betur. Stuttu síðar átti Eyþór Helgi Birgisson sprett upp vænginn þar sem hann fór ílla með Tommy Nielsen og endaði það með því að Tommy sparkaði Eyþór niður inn í vítateig og vítaspyrna réttilega dæmd. Fyrrum leikmaður FH-inga Tryggvi Guðmundsson fór á punktinn, setti Gunnleif Gunnleifsson í vitlaust horn og skoraði örugglega. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson minnkaði svo muninn en hann skoraði með laglegum skalla eftir sendingu frá Guðmundi Sævarssyni. Mikill hraði var í leiknum og eyjamenn að sýna frábæra spilamennsku og óhætt að segja að FH-ingar hafi litið ansi ílla út oft á tíðum í leiknum. Atli Viðar Björnsson fékk gott tækifæri til að jafna leikinn undir lok fyrrihálfleiks en skallaði boltann yfir markið og gestirnir leiddu í hálfleik 2-3. Leikurinn var mjög jafn í síðari hálfleik og bæði lið áttu fínar rispur. Eyjamenn færðust neðar og neðar á völlinn eftir því sem leið á leikinn í von um að fara heim til eyja með öll stigin. Atli Guðnason kom sprækur inn í lið heimamanna sem og Matthías Vilhjálmsson en FH-ingar sóttu hart að marki gestanna undir lokin. Þeir náðu þó aldrei jöfnunarmarkinu og eyjamenn fönguðu vel og innilega í leikslok en þeir eru á leið til Eyja með öll stigin úr Krikanum skælbrosandi eftir frábæra frammistöðu. FH - ÍBV 2-3 (2-3) 0-1 Eyþór Helgi Birgisson (11.) 0-2 Eiður Aron Sigurbjörnsson (20.) 1-2 Torger Motland (25.) 1-3 Tryggvi Guðmundsson (Vsp 31.) 2-3 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (39.) Áhorfendur: 1527 Dómari: Valgeir Valgeirsson 6. Skot (á mark): 11-14 (9-7) Varin skot: Gunnleifur 5 - Albert 6 Horn: 5-3 Aukaspyrnur fengnar: 12-13 Rangstöður: 4-2 FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson (F) 5 Guðmundur Sævarsson 6 Hafþór Þrastarson 5 Pétur Viðarsson 4 Tommy Nielsen 4 (Hjörtur Logi Valgarðsson 60.) 5 Jacob Neestrup 4 (Atli Guðnason 60.) 5 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6 (Matthías Vilhjálmsson 73.) 5 Björn Daníel Sverrisson 5 Ólafur Páll Snorrason 5 Atli Viðar Björnsson 5 Torger Motland 5 ÍBV 4-4-2 Albert Sævarsson 6 James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 6 Matt Garner 6 Finnur Ólafsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 (Ásgeir Aron Ásgeirsson 77.) - Andri Ólafsson (F) 6 Tony Mawejje 5 (Arnór Eyvar Ólafsson 75.) - Tryggvi Guðmundsson 7 Eyþór Helgi Birgisson 8 - Maður leiksins (Gauti Þorvarðsson 83.) - Pepsi Max-deild karla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Eyjamenn sóttu þrjú stig í Kaplakrika í kvöld er liðið lagði Íslandsmeistara FH, 2-3, í skemmtilegum leik en þriðja umferð Pepsi-deildar karla fór fram í kvöld. ÍBV-liðið spilaði flottan bolta en það sama er ekki hægt að segja um FH. Eyþór Helgi Birgisson sem átti frábæran leik í kvöld kom gestunum yfir eftir aðeins ellefu mínútur en þá voru eyjamenn fljótir að hugsa og tóku aukaspyrnuna hratt, Andri Ólafsson fyrirliði þeirra sendi boltann fyrir og þar var Eyþór Helgi Birgisson mættur sem kláraði færið vel. Eftir tuttugu mínútur bættu eyjamenn við marki en þar var að verki Eiður Aron Sigurbjörnsson. Tryggvi Guðmundsson tók þá góða hornspyrnu sem endaði á kollinum á Eið sem þakkaði fyrir sig og kom ÍBV í 0-2. Fimm mínútum síðar svöruðu heimamenn en þá skoraði Torger Motland með fallegum skalla eftir sendingu frá Guðmundi Sævarssyni af vængnum. FH-ingar vöknuðu við þetta og fóru að spila betur. Stuttu síðar átti Eyþór Helgi Birgisson sprett upp vænginn þar sem hann fór ílla með Tommy Nielsen og endaði það með því að Tommy sparkaði Eyþór niður inn í vítateig og vítaspyrna réttilega dæmd. Fyrrum leikmaður FH-inga Tryggvi Guðmundsson fór á punktinn, setti Gunnleif Gunnleifsson í vitlaust horn og skoraði örugglega. Ásgeir Gunnar Ásgeirsson minnkaði svo muninn en hann skoraði með laglegum skalla eftir sendingu frá Guðmundi Sævarssyni. Mikill hraði var í leiknum og eyjamenn að sýna frábæra spilamennsku og óhætt að segja að FH-ingar hafi litið ansi ílla út oft á tíðum í leiknum. Atli Viðar Björnsson fékk gott tækifæri til að jafna leikinn undir lok fyrrihálfleiks en skallaði boltann yfir markið og gestirnir leiddu í hálfleik 2-3. Leikurinn var mjög jafn í síðari hálfleik og bæði lið áttu fínar rispur. Eyjamenn færðust neðar og neðar á völlinn eftir því sem leið á leikinn í von um að fara heim til eyja með öll stigin. Atli Guðnason kom sprækur inn í lið heimamanna sem og Matthías Vilhjálmsson en FH-ingar sóttu hart að marki gestanna undir lokin. Þeir náðu þó aldrei jöfnunarmarkinu og eyjamenn fönguðu vel og innilega í leikslok en þeir eru á leið til Eyja með öll stigin úr Krikanum skælbrosandi eftir frábæra frammistöðu. FH - ÍBV 2-3 (2-3) 0-1 Eyþór Helgi Birgisson (11.) 0-2 Eiður Aron Sigurbjörnsson (20.) 1-2 Torger Motland (25.) 1-3 Tryggvi Guðmundsson (Vsp 31.) 2-3 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (39.) Áhorfendur: 1527 Dómari: Valgeir Valgeirsson 6. Skot (á mark): 11-14 (9-7) Varin skot: Gunnleifur 5 - Albert 6 Horn: 5-3 Aukaspyrnur fengnar: 12-13 Rangstöður: 4-2 FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson (F) 5 Guðmundur Sævarsson 6 Hafþór Þrastarson 5 Pétur Viðarsson 4 Tommy Nielsen 4 (Hjörtur Logi Valgarðsson 60.) 5 Jacob Neestrup 4 (Atli Guðnason 60.) 5 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6 (Matthías Vilhjálmsson 73.) 5 Björn Daníel Sverrisson 5 Ólafur Páll Snorrason 5 Atli Viðar Björnsson 5 Torger Motland 5 ÍBV 4-4-2 Albert Sævarsson 6 James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Rasmus Christiansen 6 Matt Garner 6 Finnur Ólafsson 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 (Ásgeir Aron Ásgeirsson 77.) - Andri Ólafsson (F) 6 Tony Mawejje 5 (Arnór Eyvar Ólafsson 75.) - Tryggvi Guðmundsson 7 Eyþór Helgi Birgisson 8 - Maður leiksins (Gauti Þorvarðsson 83.) -
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira