Íslenski boltinn

Alfreð: Í minni uppáhaldsstöðu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Mynd/Anton
Alfreð Finnbogason átti mjög góðan leik er Breiðablik vann 2-0 sigur á Val í kvöld. Alfreð skoraði síðara mark Blika í leiknum.

„Ég er að fá að spila í minni uppáhaldsstöðu - fyrir aftan framherjann þar sem ég get verið í nokkuð frjálsu hlutverki," sagði Alfreð.

„Ég var slakur í fyrsta leiknum, betri í þeim næsta og enn betri í dag. Það er líka góður stígandi í liðinu. Við erum að finna okkar rétta form og það hefur bara tekið tíma. Við vorum ekki farnir að örvænta þó svo að við vorum komnir með aðeins eitt stig eftir tvo leiki því við höfum trú á því sem við erum að gera."

„Þetta er oft fljótt að breytast og einn sigur breytir miklu fyrir andrúmsloftið í liðinu og allt í kringum félagið."

Og Alfreð segir að þetta sé það sem koma skal hjá Blikum.

„Nú eigum við erfiðan leik gegn FH næst. Við þurfum að vera fljótir niður á jörðina og taka þann leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×