Íslenski boltinn

Guðjón: Vantar drápseðlið í okkur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðjón Baldvinsson í baráttunni í kvöld. Mynd/Anton
Guðjón Baldvinsson í baráttunni í kvöld. Mynd/Anton

„Einbeitingarleysið heldur áfram," sagði Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður KR, eftir 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld. Guðjón var að leika gegn uppeldisfélagi sínu og fékk kyndingar úr stúkunni.

„Við þurfum að fara vel yfir okkar mál og skoða það sem má betur fara. Við vorum að yfirspila þá og virtumst vera alveg með þetta í okkar höndum. Svo fáum við þetta jöfnunarmark á okkur eftir klafs, alveg ótrúlegt," sagði Guðjón en Stjarnan jafnaði tveimur mínútum fyrir leikslok.

„Það vantar drápseðlið í okkur, við verðum að klára helvítis leikina. Við þurftum að skora til að gera út um þetta en ekki bara reyna að halda fengnum hlut."

KR hefur aðeins tvö stig eftir þrjár umferðir en liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum. „Þetta er ekki búið, við verðum samt að fara að hirða stigin gegn þessum liðum sem við eigum að vinna," sagði Guðjón.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×