Umfjöllun: Ólafur Karl skellti blautri tusku í andlit KR-inga í Garðabæ Elvar Geir Magnússon skrifar 20. maí 2010 19:15 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Anton Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvívegis fyrir KR gegn Stjörnunni í kvöld en það dugði þó aðeins til jafnteflis. Varamaðurinn Ólafur Karl Finsen jafnaði fyrir Stjörnuna í 2-2 skömmu fyrir leikslok en það urðu lokatölur leiksins. KR-ingar eru því aðeins með tvö stig eftir þrjár umferðir sem er langt undir væntingum í Vesturbænum. Það var þó allt annað að sjá til spilamennsku liðsins frá leiknum gegn Selfossi í síðustu umferð. Stjarnan byrjaði leikinn mun betur og komst yfir strax á sjöttu mínútu þegar bakvörðurinn Baldvin Sturluson skoraði laglegt mark eftir aukaspyrnu frá Daníeli Laxdal. Baldvin hefur leikið vel í upphafi mótsins. Kjartan Henry fékk tvö ágætis færi áður en hann náði að jafna á sextándu mínútu. KR náði í kjölfarið algjörum tökum á leiknum en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikur fór nokkuð rólega af stað en eftir hrikaleg varnarmistök heimamanna skoraði Kjartan sitt annað mark á 64. mínútu og staðan orðin 2-1. Í kjölfarið fengu KR-ingar tvö virkilega góð tækifæri til að gera út um leikinn með þriðja markinu en náðu því ekki. Þeim var refsað fyrir það á 88. mínútu þegar Ólafur Karl skoraði eftir klafs í teignum. Spurningamerki má setja við viðbrögð Þórðar Ingasonar í markinu en hann var virkilega óöruggur í leiknum. Mikil vonbrigði fyrir Vesturbæjarliðið en Stjörnumenn voru augljóslega mun ánægðari með úrslitin. Viktor Bjarki Arnarsson sýndi loks af hverju hann var í atvinnumennsku. Eftir skammarlega frammistöðu í fyrstu tveimur leikjunum steig hann upp í kvöld og stóð sig frábærlega. En það er ekkert grín að mæta Stjörnumönnum á gervigrasinu og ekkert hægt að bóka þar. Garðbæingar hafa öflugt lið og lögðu ekki árar í bót þó róðurinn hafi verið nokkuð þungur um tíma. Stjarnan - KR 2-21-0 Baldvin Sturluson (6.) 1-1 Kjartan Henry Finnbogason (16.) 1-2 Kjartan Henry Finnbogason (64.) 2-2 Ólafur Karl Finsen (88.) Áhorfendur: 1.292 Dómari: Magnús Þórisson (6)Tölfræðin: Skot (á mark): 11-13 (5-5) Varin skot: Bjarni 3 - Þórður 3 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 17-17 Rangstöður: 0-0 Stjarnan 4-5-1Bjarni Þórður Halldórsson 5 Baldvin Sturluson 7 Daníel Laxdal 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Jóhann Laxdal 7 Dennis Danry 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 (50. Ólafur Karl Finsen 6) Halldór Orri Björnsson 8 Atli Jóhannsson 6 (86. Hilmar Hilmarsson -) Þorvaldur Árnason 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 5 KR 4-4-2 Þórður Ingason 4 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Baldur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 4 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Gunnar Örn Jónsson 5 Bjarni Guðjónsson 7 Viktor Bjarki Arnarsson 8* - Maður leiksins Óskar Örn Hauksson 7 Guðjón Baldvinsson 6 (90. Björgólfur Takefusa -) Kjartan Henry Finnbogason 8 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón: Vantar drápseðlið í okkur „Einbeitingarleysið heldur áfram," sagði Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður KR, eftir 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld. Guðjón var að leika gegn uppeldisfélagi sínu og fékk kyndingar úr stúkunni. 20. maí 2010 22:25 Bjarni: Verðum að fagna þessu stigi Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigið gegn KR í kvöld. Jafntefli 2-2 var niðurstaðan þar sem Ólafur Karl FInsen jafnaði fyrir Stjörnina í lokin. 20. maí 2010 22:35 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvívegis fyrir KR gegn Stjörnunni í kvöld en það dugði þó aðeins til jafnteflis. Varamaðurinn Ólafur Karl Finsen jafnaði fyrir Stjörnuna í 2-2 skömmu fyrir leikslok en það urðu lokatölur leiksins. KR-ingar eru því aðeins með tvö stig eftir þrjár umferðir sem er langt undir væntingum í Vesturbænum. Það var þó allt annað að sjá til spilamennsku liðsins frá leiknum gegn Selfossi í síðustu umferð. Stjarnan byrjaði leikinn mun betur og komst yfir strax á sjöttu mínútu þegar bakvörðurinn Baldvin Sturluson skoraði laglegt mark eftir aukaspyrnu frá Daníeli Laxdal. Baldvin hefur leikið vel í upphafi mótsins. Kjartan Henry fékk tvö ágætis færi áður en hann náði að jafna á sextándu mínútu. KR náði í kjölfarið algjörum tökum á leiknum en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikur fór nokkuð rólega af stað en eftir hrikaleg varnarmistök heimamanna skoraði Kjartan sitt annað mark á 64. mínútu og staðan orðin 2-1. Í kjölfarið fengu KR-ingar tvö virkilega góð tækifæri til að gera út um leikinn með þriðja markinu en náðu því ekki. Þeim var refsað fyrir það á 88. mínútu þegar Ólafur Karl skoraði eftir klafs í teignum. Spurningamerki má setja við viðbrögð Þórðar Ingasonar í markinu en hann var virkilega óöruggur í leiknum. Mikil vonbrigði fyrir Vesturbæjarliðið en Stjörnumenn voru augljóslega mun ánægðari með úrslitin. Viktor Bjarki Arnarsson sýndi loks af hverju hann var í atvinnumennsku. Eftir skammarlega frammistöðu í fyrstu tveimur leikjunum steig hann upp í kvöld og stóð sig frábærlega. En það er ekkert grín að mæta Stjörnumönnum á gervigrasinu og ekkert hægt að bóka þar. Garðbæingar hafa öflugt lið og lögðu ekki árar í bót þó róðurinn hafi verið nokkuð þungur um tíma. Stjarnan - KR 2-21-0 Baldvin Sturluson (6.) 1-1 Kjartan Henry Finnbogason (16.) 1-2 Kjartan Henry Finnbogason (64.) 2-2 Ólafur Karl Finsen (88.) Áhorfendur: 1.292 Dómari: Magnús Þórisson (6)Tölfræðin: Skot (á mark): 11-13 (5-5) Varin skot: Bjarni 3 - Þórður 3 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 17-17 Rangstöður: 0-0 Stjarnan 4-5-1Bjarni Þórður Halldórsson 5 Baldvin Sturluson 7 Daníel Laxdal 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Jóhann Laxdal 7 Dennis Danry 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 (50. Ólafur Karl Finsen 6) Halldór Orri Björnsson 8 Atli Jóhannsson 6 (86. Hilmar Hilmarsson -) Þorvaldur Árnason 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 5 KR 4-4-2 Þórður Ingason 4 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Baldur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 4 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Gunnar Örn Jónsson 5 Bjarni Guðjónsson 7 Viktor Bjarki Arnarsson 8* - Maður leiksins Óskar Örn Hauksson 7 Guðjón Baldvinsson 6 (90. Björgólfur Takefusa -) Kjartan Henry Finnbogason 8
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón: Vantar drápseðlið í okkur „Einbeitingarleysið heldur áfram," sagði Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður KR, eftir 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld. Guðjón var að leika gegn uppeldisfélagi sínu og fékk kyndingar úr stúkunni. 20. maí 2010 22:25 Bjarni: Verðum að fagna þessu stigi Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigið gegn KR í kvöld. Jafntefli 2-2 var niðurstaðan þar sem Ólafur Karl FInsen jafnaði fyrir Stjörnina í lokin. 20. maí 2010 22:35 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Guðjón: Vantar drápseðlið í okkur „Einbeitingarleysið heldur áfram," sagði Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður KR, eftir 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld. Guðjón var að leika gegn uppeldisfélagi sínu og fékk kyndingar úr stúkunni. 20. maí 2010 22:25
Bjarni: Verðum að fagna þessu stigi Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigið gegn KR í kvöld. Jafntefli 2-2 var niðurstaðan þar sem Ólafur Karl FInsen jafnaði fyrir Stjörnina í lokin. 20. maí 2010 22:35