Umfjöllun: Ólafur Karl skellti blautri tusku í andlit KR-inga í Garðabæ Elvar Geir Magnússon skrifar 20. maí 2010 19:15 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Anton Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvívegis fyrir KR gegn Stjörnunni í kvöld en það dugði þó aðeins til jafnteflis. Varamaðurinn Ólafur Karl Finsen jafnaði fyrir Stjörnuna í 2-2 skömmu fyrir leikslok en það urðu lokatölur leiksins. KR-ingar eru því aðeins með tvö stig eftir þrjár umferðir sem er langt undir væntingum í Vesturbænum. Það var þó allt annað að sjá til spilamennsku liðsins frá leiknum gegn Selfossi í síðustu umferð. Stjarnan byrjaði leikinn mun betur og komst yfir strax á sjöttu mínútu þegar bakvörðurinn Baldvin Sturluson skoraði laglegt mark eftir aukaspyrnu frá Daníeli Laxdal. Baldvin hefur leikið vel í upphafi mótsins. Kjartan Henry fékk tvö ágætis færi áður en hann náði að jafna á sextándu mínútu. KR náði í kjölfarið algjörum tökum á leiknum en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikur fór nokkuð rólega af stað en eftir hrikaleg varnarmistök heimamanna skoraði Kjartan sitt annað mark á 64. mínútu og staðan orðin 2-1. Í kjölfarið fengu KR-ingar tvö virkilega góð tækifæri til að gera út um leikinn með þriðja markinu en náðu því ekki. Þeim var refsað fyrir það á 88. mínútu þegar Ólafur Karl skoraði eftir klafs í teignum. Spurningamerki má setja við viðbrögð Þórðar Ingasonar í markinu en hann var virkilega óöruggur í leiknum. Mikil vonbrigði fyrir Vesturbæjarliðið en Stjörnumenn voru augljóslega mun ánægðari með úrslitin. Viktor Bjarki Arnarsson sýndi loks af hverju hann var í atvinnumennsku. Eftir skammarlega frammistöðu í fyrstu tveimur leikjunum steig hann upp í kvöld og stóð sig frábærlega. En það er ekkert grín að mæta Stjörnumönnum á gervigrasinu og ekkert hægt að bóka þar. Garðbæingar hafa öflugt lið og lögðu ekki árar í bót þó róðurinn hafi verið nokkuð þungur um tíma. Stjarnan - KR 2-21-0 Baldvin Sturluson (6.) 1-1 Kjartan Henry Finnbogason (16.) 1-2 Kjartan Henry Finnbogason (64.) 2-2 Ólafur Karl Finsen (88.) Áhorfendur: 1.292 Dómari: Magnús Þórisson (6)Tölfræðin: Skot (á mark): 11-13 (5-5) Varin skot: Bjarni 3 - Þórður 3 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 17-17 Rangstöður: 0-0 Stjarnan 4-5-1Bjarni Þórður Halldórsson 5 Baldvin Sturluson 7 Daníel Laxdal 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Jóhann Laxdal 7 Dennis Danry 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 (50. Ólafur Karl Finsen 6) Halldór Orri Björnsson 8 Atli Jóhannsson 6 (86. Hilmar Hilmarsson -) Þorvaldur Árnason 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 5 KR 4-4-2 Þórður Ingason 4 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Baldur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 4 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Gunnar Örn Jónsson 5 Bjarni Guðjónsson 7 Viktor Bjarki Arnarsson 8* - Maður leiksins Óskar Örn Hauksson 7 Guðjón Baldvinsson 6 (90. Björgólfur Takefusa -) Kjartan Henry Finnbogason 8 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón: Vantar drápseðlið í okkur „Einbeitingarleysið heldur áfram," sagði Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður KR, eftir 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld. Guðjón var að leika gegn uppeldisfélagi sínu og fékk kyndingar úr stúkunni. 20. maí 2010 22:25 Bjarni: Verðum að fagna þessu stigi Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigið gegn KR í kvöld. Jafntefli 2-2 var niðurstaðan þar sem Ólafur Karl FInsen jafnaði fyrir Stjörnina í lokin. 20. maí 2010 22:35 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvívegis fyrir KR gegn Stjörnunni í kvöld en það dugði þó aðeins til jafnteflis. Varamaðurinn Ólafur Karl Finsen jafnaði fyrir Stjörnuna í 2-2 skömmu fyrir leikslok en það urðu lokatölur leiksins. KR-ingar eru því aðeins með tvö stig eftir þrjár umferðir sem er langt undir væntingum í Vesturbænum. Það var þó allt annað að sjá til spilamennsku liðsins frá leiknum gegn Selfossi í síðustu umferð. Stjarnan byrjaði leikinn mun betur og komst yfir strax á sjöttu mínútu þegar bakvörðurinn Baldvin Sturluson skoraði laglegt mark eftir aukaspyrnu frá Daníeli Laxdal. Baldvin hefur leikið vel í upphafi mótsins. Kjartan Henry fékk tvö ágætis færi áður en hann náði að jafna á sextándu mínútu. KR náði í kjölfarið algjörum tökum á leiknum en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikur fór nokkuð rólega af stað en eftir hrikaleg varnarmistök heimamanna skoraði Kjartan sitt annað mark á 64. mínútu og staðan orðin 2-1. Í kjölfarið fengu KR-ingar tvö virkilega góð tækifæri til að gera út um leikinn með þriðja markinu en náðu því ekki. Þeim var refsað fyrir það á 88. mínútu þegar Ólafur Karl skoraði eftir klafs í teignum. Spurningamerki má setja við viðbrögð Þórðar Ingasonar í markinu en hann var virkilega óöruggur í leiknum. Mikil vonbrigði fyrir Vesturbæjarliðið en Stjörnumenn voru augljóslega mun ánægðari með úrslitin. Viktor Bjarki Arnarsson sýndi loks af hverju hann var í atvinnumennsku. Eftir skammarlega frammistöðu í fyrstu tveimur leikjunum steig hann upp í kvöld og stóð sig frábærlega. En það er ekkert grín að mæta Stjörnumönnum á gervigrasinu og ekkert hægt að bóka þar. Garðbæingar hafa öflugt lið og lögðu ekki árar í bót þó róðurinn hafi verið nokkuð þungur um tíma. Stjarnan - KR 2-21-0 Baldvin Sturluson (6.) 1-1 Kjartan Henry Finnbogason (16.) 1-2 Kjartan Henry Finnbogason (64.) 2-2 Ólafur Karl Finsen (88.) Áhorfendur: 1.292 Dómari: Magnús Þórisson (6)Tölfræðin: Skot (á mark): 11-13 (5-5) Varin skot: Bjarni 3 - Þórður 3 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 17-17 Rangstöður: 0-0 Stjarnan 4-5-1Bjarni Þórður Halldórsson 5 Baldvin Sturluson 7 Daníel Laxdal 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Jóhann Laxdal 7 Dennis Danry 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 (50. Ólafur Karl Finsen 6) Halldór Orri Björnsson 8 Atli Jóhannsson 6 (86. Hilmar Hilmarsson -) Þorvaldur Árnason 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 5 KR 4-4-2 Þórður Ingason 4 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Baldur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 4 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Gunnar Örn Jónsson 5 Bjarni Guðjónsson 7 Viktor Bjarki Arnarsson 8* - Maður leiksins Óskar Örn Hauksson 7 Guðjón Baldvinsson 6 (90. Björgólfur Takefusa -) Kjartan Henry Finnbogason 8
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón: Vantar drápseðlið í okkur „Einbeitingarleysið heldur áfram," sagði Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður KR, eftir 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld. Guðjón var að leika gegn uppeldisfélagi sínu og fékk kyndingar úr stúkunni. 20. maí 2010 22:25 Bjarni: Verðum að fagna þessu stigi Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigið gegn KR í kvöld. Jafntefli 2-2 var niðurstaðan þar sem Ólafur Karl FInsen jafnaði fyrir Stjörnina í lokin. 20. maí 2010 22:35 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Guðjón: Vantar drápseðlið í okkur „Einbeitingarleysið heldur áfram," sagði Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður KR, eftir 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld. Guðjón var að leika gegn uppeldisfélagi sínu og fékk kyndingar úr stúkunni. 20. maí 2010 22:25
Bjarni: Verðum að fagna þessu stigi Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigið gegn KR í kvöld. Jafntefli 2-2 var niðurstaðan þar sem Ólafur Karl FInsen jafnaði fyrir Stjörnina í lokin. 20. maí 2010 22:35