Umfjöllun: Ólafur Karl skellti blautri tusku í andlit KR-inga í Garðabæ Elvar Geir Magnússon skrifar 20. maí 2010 19:15 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Anton Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvívegis fyrir KR gegn Stjörnunni í kvöld en það dugði þó aðeins til jafnteflis. Varamaðurinn Ólafur Karl Finsen jafnaði fyrir Stjörnuna í 2-2 skömmu fyrir leikslok en það urðu lokatölur leiksins. KR-ingar eru því aðeins með tvö stig eftir þrjár umferðir sem er langt undir væntingum í Vesturbænum. Það var þó allt annað að sjá til spilamennsku liðsins frá leiknum gegn Selfossi í síðustu umferð. Stjarnan byrjaði leikinn mun betur og komst yfir strax á sjöttu mínútu þegar bakvörðurinn Baldvin Sturluson skoraði laglegt mark eftir aukaspyrnu frá Daníeli Laxdal. Baldvin hefur leikið vel í upphafi mótsins. Kjartan Henry fékk tvö ágætis færi áður en hann náði að jafna á sextándu mínútu. KR náði í kjölfarið algjörum tökum á leiknum en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikur fór nokkuð rólega af stað en eftir hrikaleg varnarmistök heimamanna skoraði Kjartan sitt annað mark á 64. mínútu og staðan orðin 2-1. Í kjölfarið fengu KR-ingar tvö virkilega góð tækifæri til að gera út um leikinn með þriðja markinu en náðu því ekki. Þeim var refsað fyrir það á 88. mínútu þegar Ólafur Karl skoraði eftir klafs í teignum. Spurningamerki má setja við viðbrögð Þórðar Ingasonar í markinu en hann var virkilega óöruggur í leiknum. Mikil vonbrigði fyrir Vesturbæjarliðið en Stjörnumenn voru augljóslega mun ánægðari með úrslitin. Viktor Bjarki Arnarsson sýndi loks af hverju hann var í atvinnumennsku. Eftir skammarlega frammistöðu í fyrstu tveimur leikjunum steig hann upp í kvöld og stóð sig frábærlega. En það er ekkert grín að mæta Stjörnumönnum á gervigrasinu og ekkert hægt að bóka þar. Garðbæingar hafa öflugt lið og lögðu ekki árar í bót þó róðurinn hafi verið nokkuð þungur um tíma. Stjarnan - KR 2-21-0 Baldvin Sturluson (6.) 1-1 Kjartan Henry Finnbogason (16.) 1-2 Kjartan Henry Finnbogason (64.) 2-2 Ólafur Karl Finsen (88.) Áhorfendur: 1.292 Dómari: Magnús Þórisson (6)Tölfræðin: Skot (á mark): 11-13 (5-5) Varin skot: Bjarni 3 - Þórður 3 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 17-17 Rangstöður: 0-0 Stjarnan 4-5-1Bjarni Þórður Halldórsson 5 Baldvin Sturluson 7 Daníel Laxdal 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Jóhann Laxdal 7 Dennis Danry 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 (50. Ólafur Karl Finsen 6) Halldór Orri Björnsson 8 Atli Jóhannsson 6 (86. Hilmar Hilmarsson -) Þorvaldur Árnason 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 5 KR 4-4-2 Þórður Ingason 4 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Baldur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 4 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Gunnar Örn Jónsson 5 Bjarni Guðjónsson 7 Viktor Bjarki Arnarsson 8* - Maður leiksins Óskar Örn Hauksson 7 Guðjón Baldvinsson 6 (90. Björgólfur Takefusa -) Kjartan Henry Finnbogason 8 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón: Vantar drápseðlið í okkur „Einbeitingarleysið heldur áfram," sagði Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður KR, eftir 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld. Guðjón var að leika gegn uppeldisfélagi sínu og fékk kyndingar úr stúkunni. 20. maí 2010 22:25 Bjarni: Verðum að fagna þessu stigi Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigið gegn KR í kvöld. Jafntefli 2-2 var niðurstaðan þar sem Ólafur Karl FInsen jafnaði fyrir Stjörnina í lokin. 20. maí 2010 22:35 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvívegis fyrir KR gegn Stjörnunni í kvöld en það dugði þó aðeins til jafnteflis. Varamaðurinn Ólafur Karl Finsen jafnaði fyrir Stjörnuna í 2-2 skömmu fyrir leikslok en það urðu lokatölur leiksins. KR-ingar eru því aðeins með tvö stig eftir þrjár umferðir sem er langt undir væntingum í Vesturbænum. Það var þó allt annað að sjá til spilamennsku liðsins frá leiknum gegn Selfossi í síðustu umferð. Stjarnan byrjaði leikinn mun betur og komst yfir strax á sjöttu mínútu þegar bakvörðurinn Baldvin Sturluson skoraði laglegt mark eftir aukaspyrnu frá Daníeli Laxdal. Baldvin hefur leikið vel í upphafi mótsins. Kjartan Henry fékk tvö ágætis færi áður en hann náði að jafna á sextándu mínútu. KR náði í kjölfarið algjörum tökum á leiknum en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikur fór nokkuð rólega af stað en eftir hrikaleg varnarmistök heimamanna skoraði Kjartan sitt annað mark á 64. mínútu og staðan orðin 2-1. Í kjölfarið fengu KR-ingar tvö virkilega góð tækifæri til að gera út um leikinn með þriðja markinu en náðu því ekki. Þeim var refsað fyrir það á 88. mínútu þegar Ólafur Karl skoraði eftir klafs í teignum. Spurningamerki má setja við viðbrögð Þórðar Ingasonar í markinu en hann var virkilega óöruggur í leiknum. Mikil vonbrigði fyrir Vesturbæjarliðið en Stjörnumenn voru augljóslega mun ánægðari með úrslitin. Viktor Bjarki Arnarsson sýndi loks af hverju hann var í atvinnumennsku. Eftir skammarlega frammistöðu í fyrstu tveimur leikjunum steig hann upp í kvöld og stóð sig frábærlega. En það er ekkert grín að mæta Stjörnumönnum á gervigrasinu og ekkert hægt að bóka þar. Garðbæingar hafa öflugt lið og lögðu ekki árar í bót þó róðurinn hafi verið nokkuð þungur um tíma. Stjarnan - KR 2-21-0 Baldvin Sturluson (6.) 1-1 Kjartan Henry Finnbogason (16.) 1-2 Kjartan Henry Finnbogason (64.) 2-2 Ólafur Karl Finsen (88.) Áhorfendur: 1.292 Dómari: Magnús Þórisson (6)Tölfræðin: Skot (á mark): 11-13 (5-5) Varin skot: Bjarni 3 - Þórður 3 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 17-17 Rangstöður: 0-0 Stjarnan 4-5-1Bjarni Þórður Halldórsson 5 Baldvin Sturluson 7 Daníel Laxdal 5 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Jóhann Laxdal 7 Dennis Danry 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 (50. Ólafur Karl Finsen 6) Halldór Orri Björnsson 8 Atli Jóhannsson 6 (86. Hilmar Hilmarsson -) Þorvaldur Árnason 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 5 KR 4-4-2 Þórður Ingason 4 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Baldur Sigurðsson 7 Mark Rutgers 4 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Gunnar Örn Jónsson 5 Bjarni Guðjónsson 7 Viktor Bjarki Arnarsson 8* - Maður leiksins Óskar Örn Hauksson 7 Guðjón Baldvinsson 6 (90. Björgólfur Takefusa -) Kjartan Henry Finnbogason 8
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðjón: Vantar drápseðlið í okkur „Einbeitingarleysið heldur áfram," sagði Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður KR, eftir 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld. Guðjón var að leika gegn uppeldisfélagi sínu og fékk kyndingar úr stúkunni. 20. maí 2010 22:25 Bjarni: Verðum að fagna þessu stigi Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigið gegn KR í kvöld. Jafntefli 2-2 var niðurstaðan þar sem Ólafur Karl FInsen jafnaði fyrir Stjörnina í lokin. 20. maí 2010 22:35 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Guðjón: Vantar drápseðlið í okkur „Einbeitingarleysið heldur áfram," sagði Guðjón Baldvinsson, sóknarmaður KR, eftir 2-2 jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld. Guðjón var að leika gegn uppeldisfélagi sínu og fékk kyndingar úr stúkunni. 20. maí 2010 22:25
Bjarni: Verðum að fagna þessu stigi Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigið gegn KR í kvöld. Jafntefli 2-2 var niðurstaðan þar sem Ólafur Karl FInsen jafnaði fyrir Stjörnina í lokin. 20. maí 2010 22:35