Íslenski boltinn

Bjarni: Verðum að fagna þessu stigi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bjarni Jóhannsson eftir leik í kvöld. Mynd/Anton
Bjarni Jóhannsson eftir leik í kvöld. Mynd/Anton

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigið gegn KR í kvöld. Jafntefli 2-2 var niðurstaðan þar sem Ólafur Karl FInsen jafnaði fyrir Stjörnina í lokin.

„Við áttum ekki annarra kosta völ en þyngja sóknina í lokin. Eftir klafs kemur horn og við náðum að jafna. Mér fannst við sækja þetta stig. Það var svo bara spurningin að verja það þessar mínútur sem eftir voru," sagði Bjarni.

Stjarnan byrjaði betur en eftir að KR jafnaði í 1-1 náðu Vesturbæingar tökunum. „Við komum sprækir inn í leikinn en náðum samt aldrei almennilegum tökum. Í seinni hálfleik fannst mér leikurinn í algjörum járnum þar til við fáum á okkur heldur slysalegt mark. Eftir það datt dampurinn úr leik okkar en við náðum okkur aðeins á strik í lokin og verðum að fagna þessu stigi," sagði Bjarni sem er nokkuð sáttur við byrjun liðsins á Íslandsmótinu.

„Ég er nokkuð sáttur við liðið. Ég þarf aðeins meiri tíma. Það var of mikið af smávægilegum meiðslum á undirbúningstímabilinu. Ég vona að liðið fari að smella almennilega saman og við náum betri tökum á spileríinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×