Íslenski boltinn

Ólafur: Þetta voru þrjú töpuð stig hjá okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis.
Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis. Mynd/Anton

Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis var mjög ósáttur með Erlend Eiríksson dómara leiksins í 1-2 tapi Fylkis á móti Keflavík á Njarðtaksvellinum í Njarðvík í kvöld. Ólafur var sérstaklega reiður út í vítaspyrnudóminn en Keflvíkingar komust þá í 1-0 gegn gangi leiksins.

„Ég var gríðarlega ósáttur við vítaspyrnudóminn. Fjalar er kominn með hendur á boltann þegar sóknarmaðurinn hleypur á hann og það finnst mér ókaflega einkennileg dómgæsla að gefa þeim vítaspyrnu fyrir það. Þetta snéri leiknum og það er bara þannig," sagði Ólafur.

„Við höfðum nógan tíma til að laga þetta hinar 70 mínúturnar sem voru eftir að leiknum. Þetta eru samt þrjú töpuð stig fyrir okkur," sagði Ólafur.

„Mér fannst dómgæslan vera öll Keflvíkingum í hag í þessum leik. Við það voru mínir menn mjög ósáttir og í kjölfarið fer leikurinn að riðlast því dómarinn missir tökin á honum. Auðvitað eigum að halda betur haus en strákarnir eru mannlegir eins og allir aðrir. Þeir verða pirraðir og misstu stig aðeins. Það er hlutur sem menn verða að læra af en þetta voru bara þrjú töpuð stig hjá okkur," sagði Ólafur að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×