Umfjöllun: Sanngjarn sigur baráttuglaðra Blika Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. maí 2010 13:42 Mynd/Anton Breiðablik vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild karla í kvöld með því að leggja Val á útivelli, 2-0. Valsmenn eru að sama skapi enn án sigurs eftir þrjá leiki sem í þokkabót hafa allir farið fram á Vodafone-vellinum. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti og voru duglegir að spila sig í gegnum vörn Blikanna. Danni König og Ian Jeffs áttu ágætar marktilraunir á upphafskaflanum en án þess þó að koma boltanum í netið. Á 25. mínútu meiddist svo Haukur Páll Sigurðsson sem hafði verið afar öflugur á miðjunni hjá Val. Hann þurfti að fara af velli og til að bæta gráu á svart þá skoruðu Blikar á meðan að heimamenn voru enn að undirbúa skiptinguna. Kristinn Steindórsson var þar að verki eftir laglegan undirbúning Alfreðs Finnbogasonar sem hafði spilað Kristinn frían í gegnum Valsvörnina. Guðmundur Pétursson átti svo skot í slána örfáum mínútum síðar en Valsmenn gáfust ekki upp. Arnar Sveinn Geirsson komst einn í gegn en lét Ingvar Kale verja frá sér. Eftir þetta fóru Blikar að sækja enn meira í sig veðrið. Þeir voru að hanga meira á boltanum og létu Valsmenn hafa meira fyrir hlutunum. Valur fékk reyndar upplagt tækifæri til að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks en aftur misnotaði Arnar Sveinn upplagt marktækifæri. Örfáum mínútum síðar svöruðu Blikar með marki en þar var Alfreð að verki með glæsilegu skoti. Við það virtust Valsmenn einfaldlega gefast upp og sigur Blika var aldrei í hættu. Breiðablik spilaði virkilega vel í síðari hálfleik og sýndu hversu öflugt sóknarlið liðið getur verið. Alfreð var ávallt mjög hættulegur en varnarleikur liðsins var líka traustur og Ingvar Kale átti góðan leik í markinu. Eftir því sem leið á leikinn og sjálfstraust Valsmanna minnkaði fór um leið að sjá á varnarleik liðsins. Blikar voru duglegir að nýta sér það en Valsmenn geta aðeins sjálfum sér um kennt að hafa ekki nýtt þau færi sem þeir sköpuðu sér betur. Valur – Breiðablik 0-2 0-1 Kristinn Steindórsson (27.) 0-2 Alfreð Finnbogason (59.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 1.027Dómari: Jóhannes Valgeirsson (6)Skot (á mark): 15–11 (9-10)Varin skot: Kjartan 7 – Ingvar 9Hornspyrnur: 7–4Aukaspyrnur fengnar: 12–12Rangstöður: 0–2Valur (4-3-3): Kjartan Sturluson 5 Stefán Eggertsson 7 Reynir Leósson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Martin Pedersen 4 Rúnar Már Sigurjónsson 6 Haukur Páll Sigurðsson 6 (27. Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 6) Ian Jeffs 4 (77. Viktor Unnar Illugason -) Arnar Sveinn Geirsson 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 (71. Matthías Guðmundsson -) Danni König 6Breiðablik (4-3-3): Ingvar Þór Kale 7 Árni K. Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 7 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 6 Jökull Elísabetarson 6 Finnur Orri Margeirsson 7 Alfreð Finnbogason 8* ML (90. Olgeir Sigurgeirsson -) Haukur Baldvinsson 7 (79. Andri Rafn Yeoman -) Guðmundur Pétursson 6 (68. Guðmundur Kristjánsson 6) Kristinn Steindórsson 5Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Valur - Breiðablik. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Sveinn: Engin vonleysistilfinning Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Vals, segir enga vonleysistilfinningu hafa gripið um sig í liðinu en liðið er nú með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins. 20. maí 2010 21:56 Ólafur: Liðið spilaði allt mjög vel Ólafur Kristjánsson var mjög ánægður með sína menn í Breiðabliki eftir 2-0 sigur á Val á Vodafone-vellinum í kvöld. 20. maí 2010 21:51 Alfreð: Í minni uppáhaldsstöðu Alfreð Finnbogason átti mjög góðan leik er Breiðablik vann 2-0 sigur á Val í kvöld. Alfreð skoraði síðara mark Blika í leiknum. 20. maí 2010 22:03 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Sjá meira
Breiðablik vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild karla í kvöld með því að leggja Val á útivelli, 2-0. Valsmenn eru að sama skapi enn án sigurs eftir þrjá leiki sem í þokkabót hafa allir farið fram á Vodafone-vellinum. Valsmenn byrjuðu af miklum krafti og voru duglegir að spila sig í gegnum vörn Blikanna. Danni König og Ian Jeffs áttu ágætar marktilraunir á upphafskaflanum en án þess þó að koma boltanum í netið. Á 25. mínútu meiddist svo Haukur Páll Sigurðsson sem hafði verið afar öflugur á miðjunni hjá Val. Hann þurfti að fara af velli og til að bæta gráu á svart þá skoruðu Blikar á meðan að heimamenn voru enn að undirbúa skiptinguna. Kristinn Steindórsson var þar að verki eftir laglegan undirbúning Alfreðs Finnbogasonar sem hafði spilað Kristinn frían í gegnum Valsvörnina. Guðmundur Pétursson átti svo skot í slána örfáum mínútum síðar en Valsmenn gáfust ekki upp. Arnar Sveinn Geirsson komst einn í gegn en lét Ingvar Kale verja frá sér. Eftir þetta fóru Blikar að sækja enn meira í sig veðrið. Þeir voru að hanga meira á boltanum og létu Valsmenn hafa meira fyrir hlutunum. Valur fékk reyndar upplagt tækifæri til að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks en aftur misnotaði Arnar Sveinn upplagt marktækifæri. Örfáum mínútum síðar svöruðu Blikar með marki en þar var Alfreð að verki með glæsilegu skoti. Við það virtust Valsmenn einfaldlega gefast upp og sigur Blika var aldrei í hættu. Breiðablik spilaði virkilega vel í síðari hálfleik og sýndu hversu öflugt sóknarlið liðið getur verið. Alfreð var ávallt mjög hættulegur en varnarleikur liðsins var líka traustur og Ingvar Kale átti góðan leik í markinu. Eftir því sem leið á leikinn og sjálfstraust Valsmanna minnkaði fór um leið að sjá á varnarleik liðsins. Blikar voru duglegir að nýta sér það en Valsmenn geta aðeins sjálfum sér um kennt að hafa ekki nýtt þau færi sem þeir sköpuðu sér betur. Valur – Breiðablik 0-2 0-1 Kristinn Steindórsson (27.) 0-2 Alfreð Finnbogason (59.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 1.027Dómari: Jóhannes Valgeirsson (6)Skot (á mark): 15–11 (9-10)Varin skot: Kjartan 7 – Ingvar 9Hornspyrnur: 7–4Aukaspyrnur fengnar: 12–12Rangstöður: 0–2Valur (4-3-3): Kjartan Sturluson 5 Stefán Eggertsson 7 Reynir Leósson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Martin Pedersen 4 Rúnar Már Sigurjónsson 6 Haukur Páll Sigurðsson 6 (27. Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 6) Ian Jeffs 4 (77. Viktor Unnar Illugason -) Arnar Sveinn Geirsson 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6 (71. Matthías Guðmundsson -) Danni König 6Breiðablik (4-3-3): Ingvar Þór Kale 7 Árni K. Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 7 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 6 Jökull Elísabetarson 6 Finnur Orri Margeirsson 7 Alfreð Finnbogason 8* ML (90. Olgeir Sigurgeirsson -) Haukur Baldvinsson 7 (79. Andri Rafn Yeoman -) Guðmundur Pétursson 6 (68. Guðmundur Kristjánsson 6) Kristinn Steindórsson 5Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Valur - Breiðablik.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Sveinn: Engin vonleysistilfinning Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Vals, segir enga vonleysistilfinningu hafa gripið um sig í liðinu en liðið er nú með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins. 20. maí 2010 21:56 Ólafur: Liðið spilaði allt mjög vel Ólafur Kristjánsson var mjög ánægður með sína menn í Breiðabliki eftir 2-0 sigur á Val á Vodafone-vellinum í kvöld. 20. maí 2010 21:51 Alfreð: Í minni uppáhaldsstöðu Alfreð Finnbogason átti mjög góðan leik er Breiðablik vann 2-0 sigur á Val í kvöld. Alfreð skoraði síðara mark Blika í leiknum. 20. maí 2010 22:03 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Sjá meira
Atli Sveinn: Engin vonleysistilfinning Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Vals, segir enga vonleysistilfinningu hafa gripið um sig í liðinu en liðið er nú með tvö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins. 20. maí 2010 21:56
Ólafur: Liðið spilaði allt mjög vel Ólafur Kristjánsson var mjög ánægður með sína menn í Breiðabliki eftir 2-0 sigur á Val á Vodafone-vellinum í kvöld. 20. maí 2010 21:51
Alfreð: Í minni uppáhaldsstöðu Alfreð Finnbogason átti mjög góðan leik er Breiðablik vann 2-0 sigur á Val í kvöld. Alfreð skoraði síðara mark Blika í leiknum. 20. maí 2010 22:03
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn