Enski boltinn

Patrick Vieira að fá nýjan tólf mánaða samning hjá Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Vieira í leik með Manchester City í vetur.
Patrick Vieira í leik með Manchester City í vetur. Mynd/AFP

Manchester City ætlar að bjóða franska miðjumanninum Patrick Vieira nýjan tólf mánaða samning þótt að hinn 33 ára gamli Vieira hafi ekki verið alltof sannfærandi síðan að hann kom til City á miðju tímabilinu.

Patrick Vieira var aðeins í byrjunarliðinu í átta leikjum en stjórinn Roberto Mancini var sáttur með frammistöðu hans undir lok tímabilsins. Vieira kom á frjálsri sölu frá ítalska liðinu Inter Milan í janúar.

Patrick Vieira er ekki byrjaður í samningaviðræðum við framkvæmdastjórann Garry Cook en Frakkanum líður vel í Manchester og það eru því allar líkur á að þessar viðræður gangi vel. Það er samt ljóst að Vieira þarf hugsanlega að taka á sig einhverja launalækkun eigi endar að ná saman.

Patrick Vieira ætlaði að reyna að tryggja sér sæti í HM-hóp Frakka þegar hann kom til City en það tókst ekki.

Það eru einnig taldar góðar líkur á því að landi Vieira, Yoann Gourcuff, verði keyptur til Manchester City frá Bordeaux en City gæti þurft að eyða um 21 milljón punda til þess að kaupa þennan 23 ára sóknar-miðjumann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×