Fótbolti

Meiddu mennirnir verða með: Torres og Fabregas í HM-hópi Spánverja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres og Cesc Fabregas á séræfingu með sjúkraþjálfara.
Fernando Torres og Cesc Fabregas á séræfingu með sjúkraþjálfara. Mynd/AFP
Vicente del Bosque, þjálfari spænska landsliðsins, er búinn að velja 23 manna hóp fyrir heimsmeistarakeppnina í Suður-Afríku. Del Bosque valdi bæði Fernando Torres og Cesc Fabregas í hópinn en þeir hafa báðir verið að glíma við meiðsli og kláruðu ekki tímabilið með sínum liðum í ensku úrvalsdeildinni.

Vicente del Bosque heldur tryggð við stærsta hluta þeirra leikmanna sem urðu Evrópumeistarar fyrir tveimur árum. Spánn er með Sviss, Hondúras og Chile í riðli á HM. David Villa, Xavi Hernandez, Andres Iniesta, Xabi Alonso og David Silva eru líka í hópnum en Marcos Senna fer ekki með

Vicente del Bosque er bjartsýnn á að þeir Fernando Torres og Cesc Fabregas verði báðir hundrað prósent klárir fyrir fyrsta leikinn á móti Sviss og býst ennfremur við að geta notað þá eitthvað í vináttuleikjum liðsins fyrir keppnina sem eru á móti Sádí Arabíu, Suður-Kóreu og Póllandi.

HM-hópur Spánverja:

Markmenn: Iker Casillas (Real Madrid), Pepe Reina (Liverpool), Victor Valdes (Barcelona).

Varnarmenn: Raul Albiol (Real Madrid), Alvaro Arbeloa (Real Madrid), Joan Capdevila (Villarreal), Carlos Marchena (Valencia), Gerard Pique (Barcelona), Carles Puyol (Barcelona), Sergio Ramos (Real Madrid).

Miðjumenn: Xabi Alonso (Real Madrid), Sergio Busquets (Barcelona), Cesc Fabregas (Arsenal), Andres Iniesta (Barcelona), Javier Martinez (Athletic Bilbao), David Silva (Valencia), Xavi Hernandez (Barcelona).

Sóknarmenn: Jesus Navas (Sevilla), Juanma Mata (Valencia), Pedro Rodriguez (Barcelona), Fernando Llorente (Athletic Bilbao), Fernando Torres (Liverpool), David Villa (Valencia).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×