Haraldur: Við unnum mest með varnarleik liðsins í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2010 22:14 Haraldur Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur. Mynd/Valli Haraldur Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, átti mjög góðan leik í miðri Keflavíkurvörninni og stjórnaði varnarleik liðsins af festu í 2-1 sigri á Fylki á Njarðtaksvellinum í Njarðvík í kvöld. „Þetta er eins og það getur verið best," sagði Haraldur aðspurður um það að vera með fullt hús stiga á toppnum eftir fyrstu þrjá leikina. „Þetta voru slagsmál út í gegn og var bara baráttuleikur. Við vissum það að við værum að fara út í svona leik því við þekkjum stílinn hjá Óla. Við vissum það líka að ef að við myndum mæta þeim í baráttunni þá myndum við lenda ofan á," sagði Haraldur. Fylkir byrjaði leikinn mjög vel en Keflvíkingar skoruðu hinsvegar fyrsta markið gegn gangi leiksins. „Þeir pressuðu okkur vel í upphafi leiksins og við vorum í vandræðum í byrjun. Við náðum hinsvegar að vinna okkur smátt og smátt inn í leikinn. Við fáum náttúrulega þetta víti sem gefur okkur helling. Við fengum mark í leikinn sem hjálpaði mikið. Þeir ná að svara snemma í seinni hálfleik en það var frábært hjá okkur að ná þá að klára þetta," sagði Haraldur. Tvær gullsendingar Guðmundar Steinarssonar sköpuðu mörk Keflavíkur í leiknum. „Guðmundur er frábær leikmaður og reyndist okkur vel í dag," sagði Haraldur um framherjann stórhættulega. „Við unnum mest með varnarleik liðsins í vetur alveg frá fremsta til aftasta manns. Það er allt liðið sem vinnur gríðarlega mikla vinnu í vörninni. Það eru ekki bara við fjórir í öftustu línunni og markvörðurinn sem eru að spila vörnina vel heldur er miklu betri varnarskipulag á liðinu heldur en verið hefur verið," sagði Haraldur. „Það er gríðarlegur styrkur hjá okkur að klára svona leik. Við erum í fyrsta skipti á heimavelli ef heimavöll skyldi kalla. Ég segi kannski ekki að þetta hafi verið þriðji útileikurinn í röð því það kemur kannski fleira fólk á leiki hér en á útileikina," sagði Haraldur. „Það eru bara þrír leikir búnir af 22 og við erum alveg sallarólegir yfir þessu. Þessi níu stig verða samt aldrei tekin af okkur, við erum einir efstir eins og staðan er í dag og við erum ánægðir með það," sagði Haraldur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira
Haraldur Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, átti mjög góðan leik í miðri Keflavíkurvörninni og stjórnaði varnarleik liðsins af festu í 2-1 sigri á Fylki á Njarðtaksvellinum í Njarðvík í kvöld. „Þetta er eins og það getur verið best," sagði Haraldur aðspurður um það að vera með fullt hús stiga á toppnum eftir fyrstu þrjá leikina. „Þetta voru slagsmál út í gegn og var bara baráttuleikur. Við vissum það að við værum að fara út í svona leik því við þekkjum stílinn hjá Óla. Við vissum það líka að ef að við myndum mæta þeim í baráttunni þá myndum við lenda ofan á," sagði Haraldur. Fylkir byrjaði leikinn mjög vel en Keflvíkingar skoruðu hinsvegar fyrsta markið gegn gangi leiksins. „Þeir pressuðu okkur vel í upphafi leiksins og við vorum í vandræðum í byrjun. Við náðum hinsvegar að vinna okkur smátt og smátt inn í leikinn. Við fáum náttúrulega þetta víti sem gefur okkur helling. Við fengum mark í leikinn sem hjálpaði mikið. Þeir ná að svara snemma í seinni hálfleik en það var frábært hjá okkur að ná þá að klára þetta," sagði Haraldur. Tvær gullsendingar Guðmundar Steinarssonar sköpuðu mörk Keflavíkur í leiknum. „Guðmundur er frábær leikmaður og reyndist okkur vel í dag," sagði Haraldur um framherjann stórhættulega. „Við unnum mest með varnarleik liðsins í vetur alveg frá fremsta til aftasta manns. Það er allt liðið sem vinnur gríðarlega mikla vinnu í vörninni. Það eru ekki bara við fjórir í öftustu línunni og markvörðurinn sem eru að spila vörnina vel heldur er miklu betri varnarskipulag á liðinu heldur en verið hefur verið," sagði Haraldur. „Það er gríðarlegur styrkur hjá okkur að klára svona leik. Við erum í fyrsta skipti á heimavelli ef heimavöll skyldi kalla. Ég segi kannski ekki að þetta hafi verið þriðji útileikurinn í röð því það kemur kannski fleira fólk á leiki hér en á útileikina," sagði Haraldur. „Það eru bara þrír leikir búnir af 22 og við erum alveg sallarólegir yfir þessu. Þessi níu stig verða samt aldrei tekin af okkur, við erum einir efstir eins og staðan er í dag og við erum ánægðir með það," sagði Haraldur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira