Fótbolti

Capello búinn að velja vítaskytturnar

Samkvæmt enska götublaðinu The Mirror er Fabio Capello þegar búinn að ákveða hverjir munu taka víti fyrir enska landsliðið komi til þess að það þurfi að fara í vítaspyrnukeppni á HM í Suður-Afríku.

Fótbolti

Heimir: Heppnir að vera yfir í hálfleik

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með að sínir menn hafi náð að klára bikarslaginn gegn Keflavík í kvöld. Þetta var síðasti leikur Keflvíkinga á Njarðtaksvellinum en heimavöllur þeirra er að verða tilbúinn.

Íslenski boltinn

Haraldur: Fannst við mæta slöku FH-liði

Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, var verulega svekktur eftir bikarleikinn gegn FH í kvöld. FH vann 3-2 útisigur og er komið í átta liða úrslit. Haraldur telur Keflavík hafa verið sterkara liðið í leiknum.

Íslenski boltinn

Hjálmar: Vantaði heppni til að ná þrennunni

„Við náðum að klára þetta þó þetta hafi verið erfið fæðing hjá okkur,“ sagði markaskorarinn Hjámar Þórarinsson eftir 0-2 sigur Fram gegn Fylki í 16-liða úrslitum Visa-bikarins í Árbænum í kvöld. Hjálmar var á skotskónum og skoraði tvö mörk.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: FH líður betur í Njarðvík en Keflavík

Íslandsmeistarar FH unnu 3-2 útisigur á Keflavík í hörkuskemmtilegum bikarslag á Njarðtaksvellinum í kvöld. Þeir verða því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin á morgun. FH-ingum hefur gengið erfiðlega í Keflavík undanfarin ár en þeim líður greinilega betur í Njarðvík.

Íslenski boltinn

Fabregas: Guardiola var hetjan mín

Spænski landsliðsmaðurinn hjá Arsenal, Cesc Fabregas, heldur áfram að gefa Barcelona undir fótinn og nú hefur hann greint frá því að Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hafi verið hetjan hans í æsku.

Enski boltinn

Huntelaar stendur í vegi fyrir Fabiano

AC Milan ætlar sér að reyna að kaupa brasilíska framherjann Luis Fabiano frá Sevilla í sumar en það gæti reynst þrautin þyngri þar sem Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar neitar að fara.

Fótbolti

Maradona dáir Mourinho

Diego Armando Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, viðurkennir að hann dái José Mourinho og segir ekki ólíklegt að hann muni einhvern tímann hringja í hann og biðja um góð ráð.

Fótbolti

Benitez mun skila titlum til Inter

Marco Tronchetti Provera, stjórnarmaður hjá Inter, býst við því að Rafa Benitez muni skila félaginu mörgum titlum en hann tók við þjálfarastarfi félagsins af José Mourinho.

Fótbolti

Messi og Tevez í sérflokki

Diego Armando Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, segist ekki enn hafa séð neinn leikmann á HM sem komist í hálfkvisti við þá Lionel Messi og Carlos Tevez.

Fótbolti

Rehhagel kveður Grikki

Þjóðverjinn Otto Rehhagel er hættur að þjálfa gríska landsliðið í knattspyrnu eftir níu ár við stjórnvölinn.

Fótbolti

Slegist um Silva

Það er harður slagur fram undan um þjónustu spænska landsliðsmannsins David Silva sem er á mála hjá Valencia.

Enski boltinn

Liverpool á eftir Rijkaard

Þó svo fréttir hermi að Roy Hodgson sé við það að taka við stjórnartaumunum hjá Liverpool þá er enn verið að orða þjálfara við félagið.

Enski boltinn

Henry hringdi í forsetann

Thierry Henry mun hitta Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, í dag og segja honum frá öllu því sem gekk á bak við tjöldin hjá franska landsliðinu á HM.

Fótbolti

Heimskulegt hjá enska landsliðinu

Þjóðverjinn Franz Beckenbauer er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum og hann er búinn að tendra bálið fyrir leik Englands og Þýskalands í sextán liða úrslitum HM.

Fótbolti

Bjórinn kom með rétta andann

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur það orð á sér að vera ákaflega harður húsbóndi og það hafa ensku landsliðsmennirnir fengið að reyna.

Fótbolti