Fótbolti

Le Guen hættur sem þjálfari Kamerún

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Le Guen þjálfaði áður Rangers og Lyon.
Paul Le Guen þjálfaði áður Rangers og Lyon. Nordic Photos / AFP

Paul Le Guen er hættur sem landsliðsþjálfari Kamerún eftir skelfilega frammistöðu liðsins á HM í Suður-Afríku.

Kamerún tapaði fyrir Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar í gær, 2-1, og tapaði þar með öllum sínum leikjum í E-riðli.

„Samningurinn minn er að klárast og það lá alltaf ljóst fyrir að ég myndi hætta núna," sagði Le Guen eftir leikinn í gær.

„Kannski mistókst mér að koma liðinu og leikmönnum saman. Ég er auðvitað óánægður með hafa tapað öllum þessum leikjum. Ég mun fara frá HM með eftirsjá í huga."

„Margir bjuggust við miklu af okkur en við gátum ekki staðið undir þeim."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×