Umfjöllun: Fram hafði betur gegn fámennum Fylkismönnum Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. júní 2010 23:01 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Fram vann baráttusigur gegn Fylki í Árbænum í Visa-bikarnum, 0-2. Það var Hjálmar Þórarinsson skoraði bæði mörk Frammara í sitthvorum hálfleiknum. Fylkismenn voru afar ósáttir með framgöngu Jóhannesar Valgeirssonar, dómara, en hann veifaði tveimur rauðum spjöldum á leikmenn Fylkis og einnig fékk Ólafur Þórðarson að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og sóttu bæði lið nokkuð af nokkrum krafti. Fylkir fékk fyrsta alvöru færi leiksins á 14. mínútu þegar Albert Brynjar Ingason fékk frábært marktækifæri er hann fékk frábæra sendingu frá Ingimundi Níels Óskarssyni inn fyrir vörn Fram. Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, sá hins vegar við honum úr þröngu færi. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 32. mínútu. Frammarinn Hjálmar Þórarinsson skoraði glæsilegt mark eftir langa sendingu frá Almarri Ormarssyni inn fyrir vörn Fylkis. Hjálmar afgreiddi boltann glæsilega í fjærhornið framhjá Fjalari Þorgeirssyni, sem var þó í boltanum. Litlu munaði að Fram færi inn í hálfleik með tveggja marka forystu því Pape Mamadou Faye sendi boltann hreinlega beint í lappirnar á Hjámar Þórarinsson sem var kominn einn á móti Fjalari sem varði í horn. Það voru ekki liðnar nema tvær mínútur af síðari hálfleik þegar Andrés Már Jóhannesson fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir að spyrna boltanum í burtu eftir að dómarinn hafði dæmt aukaspyrnu. Rauða spjaldið var strangur dómur og var Ólafur Þórðarsson, þjálfari Fylkis afar óánægður með dómgæsluna. Fyrir mótmæli sín uppskar hann sitt annað gula spjald og var vísað af varamannabekknum. Þrátt fyrir að vera leikmanni færri voru það Fylkismenn sem voru líklegri til að jafna leikinn. Vonin varð hins vegar afar lítil eftir að Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk réttilega að líta beint rautt spjald þegar hann gaf Almarri Ormarssyni olnbogaskot. Við það blésu Frammarar til sóknar og uppskáru annað mark á 83. mínútu þegar Hjálmar Þórarinsson skoraði af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf frá Ívari Björnssyni. Hjálmar var ekki langt frá þrennunni undir lok leiksins en sigur Frammara varð ekki stærri og geta Safamýrapiltar vel við unað að vera komnir í 8- liða úrslit. Fylkismenn voru ekki síðri aðilinn í leiknum en ljóst er að þeir eru að brjóta of mikið af sér og uppskera rauð spjöld upp úr litlu.Fylkir - Fram 0-2 0-1 Hjálmar Þórarinsson (32.) 0-2 Hjálmar Þórarinsson (83.) Áhorfendur: 511 Dómari: Jóhannes ValgeirssonSkot (á mark): 7-7 (2-5)Varin skot: Fjalar 3 - Hannes 2Horn: 6-10Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 1-3Fylkir 4-4-2: Fjalar Þorgeirsson Kristján Valdimarsson Ásgeir Börkur Ásgeirsson Ólafur Ingi Stígsson (85. Ásgeir Örn Arnþórsson) Þórir Hannesson Ingimundur Níels Óskarsson Andrés Már Jóhannesson Pape Faye (75. Jóhann Þórhallsson) Kjartan Ágúst Breiðdal Alberg Brynjar Ingason Einar Pétursson (63. Valur Fannar Gíslason)Fram 4-5-1: Hannes Þór Halldórsson Kristján Hauksson Halldór Hermann Jónsson Jón Gunnar Eysteinsson Samuel Tillen Hjálmar Þórarinsson Almarr Ormarsson (88. Guðmundur Magnússon) Ívar Björnsson Jón Guðni Fjóluson Tómas Leifsson (72. Hlynur Atli Magnússon) Jón Orri Ólafsson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hjálmar: Vantaði heppni til að ná þrennunni „Við náðum að klára þetta þó þetta hafi verið erfið fæðing hjá okkur,“ sagði markaskorarinn Hjámar Þórarinsson eftir 0-2 sigur Fram gegn Fylki í 16-liða úrslitum Visa-bikarins í Árbænum í kvöld. Hjálmar var á skotskónum og skoraði tvö mörk. 24. júní 2010 22:26 Ólafur: Mjög döpur frammistaða dómarans - myndband Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var allt annað en ánægður með Jóhannes Valgeirsson dómara í kvöld er Fram sló Fylki úr leik í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla með 2-0 sigri í Árbænum. 24. júní 2010 22:47 Kristján: Þetta er ekki að ganga eins og staðan er núna „Við gerum mistök sem þeir ná að nýta sér,“ sagði Kristján Valdimarsson, varnarmaður Fylkis, eftir 0-2 ósigur sinna manna gegn Fram í 16-liða úrslitum Visa-bikarsins í Árbænum í kvöld. 24. júní 2010 22:28 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Fram vann baráttusigur gegn Fylki í Árbænum í Visa-bikarnum, 0-2. Það var Hjálmar Þórarinsson skoraði bæði mörk Frammara í sitthvorum hálfleiknum. Fylkismenn voru afar ósáttir með framgöngu Jóhannesar Valgeirssonar, dómara, en hann veifaði tveimur rauðum spjöldum á leikmenn Fylkis og einnig fékk Ólafur Þórðarson að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og sóttu bæði lið nokkuð af nokkrum krafti. Fylkir fékk fyrsta alvöru færi leiksins á 14. mínútu þegar Albert Brynjar Ingason fékk frábært marktækifæri er hann fékk frábæra sendingu frá Ingimundi Níels Óskarssyni inn fyrir vörn Fram. Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, sá hins vegar við honum úr þröngu færi. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 32. mínútu. Frammarinn Hjálmar Þórarinsson skoraði glæsilegt mark eftir langa sendingu frá Almarri Ormarssyni inn fyrir vörn Fylkis. Hjálmar afgreiddi boltann glæsilega í fjærhornið framhjá Fjalari Þorgeirssyni, sem var þó í boltanum. Litlu munaði að Fram færi inn í hálfleik með tveggja marka forystu því Pape Mamadou Faye sendi boltann hreinlega beint í lappirnar á Hjámar Þórarinsson sem var kominn einn á móti Fjalari sem varði í horn. Það voru ekki liðnar nema tvær mínútur af síðari hálfleik þegar Andrés Már Jóhannesson fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir að spyrna boltanum í burtu eftir að dómarinn hafði dæmt aukaspyrnu. Rauða spjaldið var strangur dómur og var Ólafur Þórðarsson, þjálfari Fylkis afar óánægður með dómgæsluna. Fyrir mótmæli sín uppskar hann sitt annað gula spjald og var vísað af varamannabekknum. Þrátt fyrir að vera leikmanni færri voru það Fylkismenn sem voru líklegri til að jafna leikinn. Vonin varð hins vegar afar lítil eftir að Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk réttilega að líta beint rautt spjald þegar hann gaf Almarri Ormarssyni olnbogaskot. Við það blésu Frammarar til sóknar og uppskáru annað mark á 83. mínútu þegar Hjálmar Þórarinsson skoraði af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf frá Ívari Björnssyni. Hjálmar var ekki langt frá þrennunni undir lok leiksins en sigur Frammara varð ekki stærri og geta Safamýrapiltar vel við unað að vera komnir í 8- liða úrslit. Fylkismenn voru ekki síðri aðilinn í leiknum en ljóst er að þeir eru að brjóta of mikið af sér og uppskera rauð spjöld upp úr litlu.Fylkir - Fram 0-2 0-1 Hjálmar Þórarinsson (32.) 0-2 Hjálmar Þórarinsson (83.) Áhorfendur: 511 Dómari: Jóhannes ValgeirssonSkot (á mark): 7-7 (2-5)Varin skot: Fjalar 3 - Hannes 2Horn: 6-10Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 1-3Fylkir 4-4-2: Fjalar Þorgeirsson Kristján Valdimarsson Ásgeir Börkur Ásgeirsson Ólafur Ingi Stígsson (85. Ásgeir Örn Arnþórsson) Þórir Hannesson Ingimundur Níels Óskarsson Andrés Már Jóhannesson Pape Faye (75. Jóhann Þórhallsson) Kjartan Ágúst Breiðdal Alberg Brynjar Ingason Einar Pétursson (63. Valur Fannar Gíslason)Fram 4-5-1: Hannes Þór Halldórsson Kristján Hauksson Halldór Hermann Jónsson Jón Gunnar Eysteinsson Samuel Tillen Hjálmar Þórarinsson Almarr Ormarsson (88. Guðmundur Magnússon) Ívar Björnsson Jón Guðni Fjóluson Tómas Leifsson (72. Hlynur Atli Magnússon) Jón Orri Ólafsson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hjálmar: Vantaði heppni til að ná þrennunni „Við náðum að klára þetta þó þetta hafi verið erfið fæðing hjá okkur,“ sagði markaskorarinn Hjámar Þórarinsson eftir 0-2 sigur Fram gegn Fylki í 16-liða úrslitum Visa-bikarins í Árbænum í kvöld. Hjálmar var á skotskónum og skoraði tvö mörk. 24. júní 2010 22:26 Ólafur: Mjög döpur frammistaða dómarans - myndband Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var allt annað en ánægður með Jóhannes Valgeirsson dómara í kvöld er Fram sló Fylki úr leik í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla með 2-0 sigri í Árbænum. 24. júní 2010 22:47 Kristján: Þetta er ekki að ganga eins og staðan er núna „Við gerum mistök sem þeir ná að nýta sér,“ sagði Kristján Valdimarsson, varnarmaður Fylkis, eftir 0-2 ósigur sinna manna gegn Fram í 16-liða úrslitum Visa-bikarsins í Árbænum í kvöld. 24. júní 2010 22:28 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Hjálmar: Vantaði heppni til að ná þrennunni „Við náðum að klára þetta þó þetta hafi verið erfið fæðing hjá okkur,“ sagði markaskorarinn Hjámar Þórarinsson eftir 0-2 sigur Fram gegn Fylki í 16-liða úrslitum Visa-bikarins í Árbænum í kvöld. Hjálmar var á skotskónum og skoraði tvö mörk. 24. júní 2010 22:26
Ólafur: Mjög döpur frammistaða dómarans - myndband Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, var allt annað en ánægður með Jóhannes Valgeirsson dómara í kvöld er Fram sló Fylki úr leik í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla með 2-0 sigri í Árbænum. 24. júní 2010 22:47
Kristján: Þetta er ekki að ganga eins og staðan er núna „Við gerum mistök sem þeir ná að nýta sér,“ sagði Kristján Valdimarsson, varnarmaður Fylkis, eftir 0-2 ósigur sinna manna gegn Fram í 16-liða úrslitum Visa-bikarsins í Árbænum í kvöld. 24. júní 2010 22:28
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti