Fótbolti

Robben í byrjunarliðinu

Holland og Slóvakía eigast við í 16-liða úrslitum HM í Suður-Afríku nú klukkan 14.00. Arjen Robben er í byrjunarliði Hollands í fyrsta sinn í keppninni.

Fótbolti

Falleinkunnir ensku leikmannanna

Frank Lampard var besti leikmaður enska landsliðsins gegn Þýskalandi í gær. En flestir aðrir leikmenn fengu falleinkunn í ensku dagblöðunum fyrir frammistöðu þeirra í leiknum í gær.

Fótbolti

Argentína áfram með glæsibrag

Argentínumenn halda áfram að leika listir sínar á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku. Þeir unnu sigur á Mexíkó 3-1 í skemmtilegum leik í kvöld og mæta Þýskalandi í átta liða úrslitum.

Fótbolti

Grétar: Eitt ljótasta mark sem ég hef séð

"Mér fannst okkar leikur mjög góður en við mættum ekki til leiks í upphafi og það kostaði mark. Við hefðum átt að vera búnir að klára leikinn áður en við fáum á okkur eitt ljótasta mark sem ég hef séð," sagði hundfúll Grétar Sigfinnur Sigurðsson KR-ingur eftir tapið gegn Blikum í dag.

Íslenski boltinn

Jóhann: Gríðarlegur léttir

Jóhann Þórhallsson Fylkismaður var hæstánægður með sigurinn gegn Grindavík í fjörugum leik suður með sjó í níundu umferð Pepsi-deildar karla. Fylkismenn sigruðu með tveimur mörkum gegn einu og skoraði Jóhann bæði mörk gestanna.

Íslenski boltinn

Hannes: Mjög rólegur dagur hjá mér

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, var svekktur að hafa misst af tækifæri að ná toppsætinu í deildinni eftir 0-0 jafntefli Fram og Hauka. Hann er þó fullviss að þeir fengju annan möguleika á að ná því.

Íslenski boltinn

Andri: Við bíðum spenntir eftir sigri

Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, var ánægður með lið sitt eftir að þeir fóru í Laugardalinn og náðu jafntefli við Fram. Með jafnteflinu fá Haukar fjórða stigið sitt en eru þó enn sigurlausir á botninum.

Íslenski boltinn

Atli Sveinn: Hausinn var ekki ferskur

„Liðið virkaði þungt en ég held að það hafi aðalega verið andlegt. Við vorum með margar ferskar lappir hér í dag þar sem það voru ekki margir af okkur sem spiluðu í bikarnum á miðvikudaginn en hausinn var ekki ferskur, " sagði Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliðið Valsmanna, eftir tap gegn Keflavík fyrr í dag.

Íslenski boltinn

Haraldur Freyr: Hrikalega sáttir með þetta

„Mér fannst við vera mjög góðir í fyrri hálfleik en svo aftur á móti virkuðum við þreyttir í síðari hálfleik. Það er búið að vera mikið af leikjum undanfarið svo að það er eflaust ástæðan en þetta var kærkominn sigur. Við vorum búnir að berja það í okkur að við þyrftum að ná sigri í þessum leik og koma okkur aftur á beinu brautina og það tókst," sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavík, eftir sigur hans manna gegn Val í dag.

Íslenski boltinn

Arteta vill heim til Spánar

Mikel Arteta, miðjumaður Everton, hefur tilkynnt knattspyrnustjóranum David Moyes að hann vilji halda aftur heim til Spánar. Frá þessu greini Mail on Sunday í dag.

Enski boltinn