Íslenski boltinn

Jóhann: Gríðarlegur léttir

Stefán Pálsson skrifar

Jóhann Þórhallsson Fylkismaður var hæstánægður með sigurinn gegn Grindavík í fjörugum leik suður með sjó í níundu umferð Pepsi-deildar karla.  Fylkismenn sigruðu með tveimur mörkum gegn einu og skoraði Jóhann bæði mörk gestanna.

,, Þetta er gríðarlegur léttir og virkilega sætt. Við byrjuðum mótið á því að vinna fyrstu tvo leikina en síðan þá hefur ekkert gengið. Fyrir leikinn í dag vorum við ekki búnir að vinna  leik í meira en mánuð en spilamennskan  í dag er bara það sem við höfum verið að leita eftir lengi,“ sagði Jóhann Þórhallsson ánægður eftir leikinn.

,, Við lögðum upp með að halda markinu hreinu og vera með góðan varnarleik sem tókst að mestu leiti. Liðið hefur verið að fá allt of mörg mörk á sig í síðustu leikjum en það tókst næstum því að halda markinu hreinu, sem betur fer náðum við að klára þetta, “ sagði Jóhann að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×