Enski boltinn

Cole: England ekki lengur í heimsklassa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Cole kemur hér inn á fyrir James Milner í gær.
Joe Cole kemur hér inn á fyrir James Milner í gær. Nordic Photos / Getty Images

Joe Cole segir að rannsaka þurfi vandlega hvað hafi farið úrskeðis hjá enska landsliðinu á HM í Suður-Afríku.

England féll úr leik í keppninni í gær eftir 4-1 tap fyrir Þýskalandi í 16-liða úrslitum. Það var versta tap Englands í úrslitakeppni stórmóts frá upphafi.

„Ég er eyðilagður," sagði Cole. „Við vorum bara ekki nógu góður. Það er svo einfalt. Við vorum ekki nógu góðir strax frá fyrsta æfingaleik og í öllum þessum sex leikjum sem við spiluðum."

„Við munum nú þurfa að byrja upp á nýtt. En það þarf að takast á við þau vandamál sem eru til staðar. Síðast komust við í fjórðungsúrslit þannig að við þurfum að bæta okkur. Við mættum liði sem var betra en okkar lið."

Cole vildi ekki svara því hvort að honum þætti að Fabio Capello ætti að vera áfram landsliðsþjálfari. „Hann er frábær knattspyrnustjóri og við erum með frábæra leikmenn. En það eru ýmis mál sem við þurfum að skoða. Ég vil ekki ræða leikaðferðir sérstaklega. Þetta olli mér miklum vonbrigðum og ég vil biðja þá stuðningsmenn sem ferðuðust hingað afsökunar á frammistöðu okkar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×